Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 56

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 56
54 og það varð úr, að ekkert var hringt á lögregluvarðstofuna. Gamla konan sagði, að vel gæti hugsazt, að þjófurinn væri jafnvel búsettur hér í þessu rólega hverfi og lifði tvöföldu lífi. Kannski bókhaldari eða dömuklæðskeri eða hver vissi hvað, nema það var heldur óskemmtileg tilhugsun fyrir þau öll. Samt varð ekkert úr því, að þau hringdu daginn eftir, því að eins og eigin- maðurinn sagði: við höfum ekkert sem getur komið lögreglunni á sporið. En nú kom í ljós að frúin saknaði ýmsra annarra hluta: nælonsokkar, silfur- skeiðar, hringur með grænum safírsteini og meira að segja gullarmband, allt var horfið á einhvern dularfullan hátt. Heimilið var í uppnámi í marga daga við þessar óvæntu uppgötvanir. Hver vissi, hve miklu hefði í raun og veru verið stolið? Það var ógerningur að komast til botns í því. Eiginmaðurinn sat við skrifborðið og reiknaði út verðmæti hinna týndu — hinna stolnu gripa, en þegar eiginkonan kom stöðugt með fleira og fleira, sem hún nú mundi að hún saknaði og hefði kannski lengi saknað — þá þraut hann þolinmæðina; hann spratt upp af stólnum og reif allan útreikninginn í tætlur. — Þetta er þér að kenna, hrópaði hann, þú ert húsmóðirin. Þú ert alltaf heima og þú átt að bera ábyrgð á þessu. En frúin horfði á hann eins og píslarvottur og hann skammaðist sín mikið og vissi að hann hafði verið ósanngjarn. Hún var með píslarvottssvipinn allan næsta dag, svo að öll umræðuefni, sem hann reyndi að brjóta upp á, fengu engan hljómgrunn. Um kvöldið stakk hann upp á að fara í bíó, þó að hann langaði ekkert, en hún svaraði kaldranalega með brodd sjálfsvorkunnar í óherzlunum: Ætli ég verði ekki að sitja heima og ábyrgjast allt. Þá var honum öllum lokið og hann sárbað konu sína að koma með sér í bíó, kjassaði hana og gældi við hana, eins og hann væri ástfanginn, og að lokum lét hún af mikilli náð tilleiðast. ísköld og drottningarleg braut hún odd af oflæti sínu og fór með honum í bíó. 1 myrkrinu laumaði hann konfekt- mola í lófa henni en hönd hennar var dofin eins og loppa, og það var ekki fyrr en á Borginni, að þau höfðu fengið sér ekta franskt koníak með kaffinu, sem frostherpingurinn þiðnaði í andliti hennar, og hún tók mann sinn aftur í sátt og varð alþýðleg. Og eiginmaðurinn hét með sjálfum sér, að hann skyldi aldrei minnast framar á þetta leiðinda þjófnaðarmál. En atvikin geta stundum gert allar heitstrengingar næsta haldlitlar. Það var kominn vetur með fjúki og fannburði. Hjónin sátu í snoturri og hlýlegri stofu sinni við getraunaþátt útvarpsins. Eiginmaðurinn með hand- bækur og alfræðirit allt í kringum sig, en frúin við símann, því að alltaf var betra að bera undir aðra, hver væri höfundur lagsins, söngvarinn eða jafnvel lagið sjálft, sem spurt var um. Frúin var söngvin og kannaðist við allt, en nöfn hafði hún bara aldrei getað munað. Var það Beethoven, Schumann eða var það kannski Grieg, nei það mundi hún aldrei upp á hár. Hún horfði óþolinmóð á mann sinn sem sveittist við að leita í öllum þessum merku bókum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.