Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 57

Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 57
55 -— Æ nei, þú finnur þetta aldrei. Traust hennar á bókmáli hafði alltaf verið fremur takmarkað. ■—- Það er bezt að ég sími, bætti hún við og var óðar búin að slá á skífuna. En þá í miðjum klíðum kemur gamla konan upp úr kjallaranum í miklu uppnámi: Það er ókunnur maður að snuðra eitthvað niðri í ganginum. Frúin hljóðar lágt við símann, en eiginmaðurinn sprettur upp og er rokinn fram, en snýr aftur, því að hann gáði ekki að því, að hann var snöggklæddur og snarar sér í jakkann. Hann rétt lítur í spegilinn í anddyrinu og sér, að hann er hæfilega hörkulegur og einbeittur á svip, ef hann aðeins man að hnykla brýnnar og bíta á jaxlinn. Glímuskjálfti fer um hann, og andartak sér hann ægileg átök og sviptingar fyrir sér, brak og bresti, svo að allt ætlar undan að láta. Ef þjófurinn væri fílefldur og vopnaður? Á eldhúsbekknum liggur búrhnífur, sem hann stingur í snatri inn á sig. Hann læðist niður stig- ann og inn dimman voveiflegan kjallaraganginn. -— Halló, halló — hver er þar? hrópar hann inn í myrkrið og finnur hráan gust úr rökum yfirhöfnum slá á móti sér. Það liggur við, að geigurinn hafi gert byrsta röddina óstyrka. Gamla konan stendur í stiganum fyrir aftan hann, en frúin hefur í ofboði hlaupið upp á loft að ná í liðsauka, þar sem bakari býr með konu sinni og kraðaki. — Hver er þar? hrópar hann á ný og fálmar eftir breddunni í brjóstvasanum. — Býr hér ekki maður sem heitir Ólafur? er spurt hálfvesældarlega innan úr myrkrinu. — Hvaða Ólafur? — Ég held hann sé Jónsson, er svarað og í ljós kemur hrokkinhærður og bólgugrafirm unglingssláni. — Hér býr enginn Ólafur Jónsson. — Nú þá hef ég víst farið húsavillt, segir unglingurinn og ætlar að smokra sér framhjá húsráðanda. — Nei bíddu hægur, kallinn minn, segir húsráðandi. Hann er orðinn ró- legur og öruggur. Við þetta grey hefur hann í fullu tré. Og nú er frúin komin að ofan með sköllóttan og spikaðan bakarann. — Já, í hvaða húsi átti þessi Ólafur Jónsson að eiga heima? spyr hann hörkulega í hlutverki rannsóknardómara. Hann horfir hvasst á piltinn sem fölnar ögn við í gulu stigaljósinu. Ákærður ókyrrist og honum vefst tunga um tönn að svara fyrir sig. Hann veit ekki, í hvaða húsi þessi Ólafur Jónsson átti að eiga heima né í hvaða húsi hann er nú staddur. Eiginmaðurinn horfir sigri hrósandi til konu sinnar og bakarans, og það fipar hann andartak, að honum sýnist ekki betur en aðdáun lýsi úr augum henni. Þama hafði maður hennar handsamað þennan voðalega þjóf upp á eigin spýtur. Upphátt segir hann mynduglega: Það er bezt að þú komir með upp. Unglingurinn svarar þvermóðskufullur: þú átt ekkert með það — lofaðu mér að fara. En þá tekur húsbóndi þéttingsfast í öxl piltinum og leiðir hann með sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.