Árbók skálda - 01.12.1956, Page 58
56
Hctnn leiðir hann upp stigann og gamla konan, bakarinn og eiginkonan
víkja til hliðar. Bakarinn segir við konurnar: Merkilegt — mig dreymdi alveg
fyrir þessu í nótt.
Og þau eru komin upp í stofuna með afbrotamanninn, og enn er útvarps-
maðurinn að þylja drýldnar spurningar eins og ekkert hafi í skorizt — og
bækurnar á rúi og stúi.
Unglingurinn reynir að bera sig mannalega, bölvar og glottir, en það
fylgir engin sannfæring ragninu, og hann þagnar.
En nú færist eiginmaðurinn aftur í aukana þegar hann er kominn upp til
sín. Hann ber hiklaust þjófnað upp ó piltinn, heldur yfir honum þrumandi
ræðu og heimtar, að hann meðgangi sekt sína.
En strákurinn þrjózkast við: þú getur ekkert sannað — sannaðu það.
Loks hrópar frúin: Hringdu í lögregluna maður.
Það skiptir engum togum, að eiginmaðurinn er búinn að hringja í lögregl-
una. Hann kallar í símann: Er það lögreglan — lögreglan — fljótt — hér er
grunsamlegur maður — mörgu verið stolið — já fljótt ...
Ákafinn var svo mikill að hann hafði alveg gleymt að segja fyrst, hvar
þetta væri, þangdð til lögreglan gat komizt að til að spyrja hann.
En í þeim svifum fara konurnar að hrópa hver í kapp við aðra: Hann henti
einhverju þarna undir — hann henti einhverju undir dívaninn.
Bakarinn beygir sig stynjandi niður og kemur fram með lyklakippu.
Gamla konan kannast óðar við þá.
— Þetta eru lyklarnir mínir, segir hún, ég geymi þá í kápuvasanum í for-
stofunni.
— Sönnunargagnið, sönnunargagnið, hrópar eiginmaðurinn og er nú orð-
inn svo ákafur, að hann ræður sér varla. Hann veður að piltinum, steytir
framan í hann hnefa og hrópar: þjófur — þjófur — nú loksins hef ég hand-
samað þig. Þarna loks var þjófurinn fundinn, sem öllu hafði stolið frá þeim,
smáu og stóru. Og eiginmaðurinn minntist nú ekki aðeins svarta náttkjólsins,
hringsins með græna safírsteininum og gullarmbandsins, heldur ótal hluta
annarra sem bæði hann og kona hans höfðu saknað.
Það var engu líkara en að þessi bólugrafni innbrotsþjófur hefði verið út-
setinn með að stela helzt því sem þeim var mest eftirsjá í og hafði persónulegt
gildi fyrir þau: smáhlutir, tryggðapantar og jafnvel það sem þau vissu ekki
sjálf hvað var. Ofsinn og sigurvíman höfðu svo gagntekið eiginmanninn,
að þegar lögreglan kom gat hann ekki annað en bent og hrópað: þama —
þarna er þjófurinn.
Pilturinn sýndi engan mótþróa og lögregluþjónamir leiddu hann á milli sín
út í jeppann.
Þeir báðu eiginmanninn að koma niður á stöð til að gefa skýrslu.
Eiginmaðurinn fór í vetrarfrakka og frúin kom með trefil.
— Þú verður ekki lengi, sagði hún líkt og hún væri hrædd við að vera
andartak vemdarlaus og skildi nú fyrst til fulls, hve mikið skjól og hlíf maður
hennar væri.
— Nei, góða, ég skal vera fljótur, sagði eiginmaðurinn og fann líka, að