Árbók skálda - 01.12.1956, Page 60

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 60
58 Og þá undir bragandi norðurljósum á auðri snævi þaktri götunni fann eiginmaðurinn allt í einu til fátæktar sinnar, til umkomuleysis síns og van- máttar gegn þeim sem stela. Og hverju verður ekki stolið? Var nokkur sá hlutur til sem maður gæti ábyrgzt gegn þjófnaði, því seinast yrði maður öllu sviptur. Eiginmanninum varð hugsað til konu sinar sem biði hans í hlýrri stofunni. Hann sá alveg fyrir sér frítt og smágert andlit hennar. Hafði henni þá aldrei dottið í hug að öllu yrði stolið hversu vel, sem maður gætti þess — óhjákvæmi- lega, og þó gætum við aldrei vitað hver þjófurinn í rauninni væri. Nei, þ*að hafði henni áreiðanlega aldrei dottið í hug — og honum raunar ekki heldur fyrr en nú, að það hafði runnið svo hatrammlega upp fyrir honum. Ábyrgjast, hvað það hafði verið barnalegt af þeim að tala þannig — Eiginmaðurinn var orðinn svo niðursokkinn í heimspekilegar hugleiðingar sínar um hverfulleik lífsins, hugleiðingar, sem í rauninni áttu illa við hann, að hann gáði ekki að sér, fyrr en hann stóð fyrir framan útidymar heima hjá sér. Frúin kom alveg í fangið á honum, þegar hann kom inn í anddyrið og ferskum ilmi úr hári hennar sló fyrir vit honum. Hún hafði notað tímann til að snyrta sig sérlega til, meðan hann var í burtu, og svona upp í fangið á honum hafði hún ekki komið langa lengi. Honum féll allur ketill í eld. — Hvernig gekk þér, hvíslaði hún fín og innileg. — Jú, það gekk náttúrlega sæmilega, sagði hann á báðum áttum. — Hvað sagði lögreglustjórinn? — Jú hann var mjög þakklátur. — Heldurðu að það komi í blöðunum á morgun — ég meina að það hafi verið þú sem handsamaðir hann? — Nei, ég bað þá að láta blaðamenn ekkert komast í það. Það er nóg að hann sé kominn undir lás og slá. Konan hjúfraði sig upp að manni sínum: þama var hin horfna hetja til- hugalífsins komin fram á ný, maðurinn, sem hafði sigrað hana og hún gat örugg leitað skjóls og athvarfs hjá. Svefnherbergisdyrnar stóðu í hálfa gátt. Það var komið fram á nótt. — Vinur minn, hvíslaði hún, þér hlýtur að vera kalt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.