Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 70

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 70
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Hann kom óboðinn inn í veröldina og var settur niður á útjaðar lífsins. Bernska hans var ekki dagur og nótt, sumar og vetur, heldur linnulaus sífran, volæði sem framlengdist viðstöðulaust af sjálfu sér. Mamma, gef mér brauð, nuddaði hann þegar hann vissi að ekkert brauð var til. Það var oft- ast fiskur, en hann nauðaði sífellt um kjöt. Nema þegar kýrin var þurr, rétt fyrir burðinn — þá heimtaði hann mjólk. og aftur mjólk, en ekki endranær. Annars varð hann snemma kaffimaður. Móðir sonarins þoldi mikla önn fyrir hann; henni stóð beygur af kenjum hans. Ef hún lét vilja sinn í ljós, var hann ævinlega upp á móti honum; hafði jafnan á takteinum hundrað fleiri kröfur en hún gæti fullnægt. Enda hafði hún ekki af miklu að má — einstæðingur í veröldinni, og hafði orðið það á að unna í meinum, eins og segir í þjóðvísunni. Hinsvegar kunni hún ekki alla vísuna, þar sem greinir frá því að bezt sé að unna ekki nein- um — enda nokkuð á huldu hvort boðskapurinn kæmi að fullu haldi. Þessi kona var ekki lengur mjög á faraldsfæti; en þá sjaldan hún fór í Fjörðinn kom hún ævinlega með eitthvert munngæti handa honum, og gling- ur. Hann át sælgætið með áfergju og heimtaði síðan meira, en braut gullin. Þvínæst hélt hann áfram að vola og víla. Það var sjaldgæft að hann endur- gyldi blíðuhót móður sinnar; og sem hann eltist fékk hann meiri andstyggð á þvílíku kjassi, óvirkan viðbjóð. Hann varð þrjózkur og hyskinn með aldrinum. Hann var sendur eftir hest- um, en lagðist gjarnan í lautir og kom heim slyppur eftir langan tíma; það var gengið á hann, en hann muldraði í barm sér eitthvað sem enginn henti reiður á. Hann var atyrtur og skammaður, kallaður dauðans aumingi og helvítis ræfill; en hann lét sér nægja að hengja hausinn, labbaði síðan á brott, þvermóðskufullur, dauður á svip. Barsmíðar skildi hann ekki. Enginn vissi til að hann ætti nokkurt áhugamál; skyldurækni var honum óþekkt boðorð, sömuleiðis þakklátssemi eða greiðabragð. Þú þarna, sleðinn þinn — þannig var hann ávarpaður löngum. Hann gegndi luntalega og ókst ekki af stað fyrr en eftir margar atrennur. Hann hefur vonda vessa í blóðinu, sögðu menn. Hann var fermdur upp á faðirvorið og trúarjátninguna, sem er undirstaða náðarinnar. Hann varð nokkurnveginn stautandi á bók, það mátti komast með lagi fram úr klórinu hans; að öðru leyti fékkst hann ekki við menntir. Og það var raunar engin náð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.