Árbók skálda - 01.12.1956, Page 71

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 71
69 Hann var slyttislegur í göngulagi og snemma álútur, eins og hann væri að þrjózkast við að detta — það var alstaðar sama djöfulsins þrjózkan — pottlokið niðri í augum, sem leituðu hvors annars gegnum nefbeinið; sokk- arnir í fellingum um leggina, skórnir skældir á bífunum, gat á hnénu. Hann hafði enga þekkingu á að skemmta sér, virtist heldur ekki hafa sérlega löngun til þess. Hann var síeinn. Hann hefði að öllum líkindum ekki getað lært að dansa. Og þó hann kynni að hafa reynzt skarpari í fótunum en höfðinu — hvaða stúlka hefði þá lækkað sig á því að dansa við hann? En sem sagt: hann lærði ekki að dansa og bar ekki skynbragð á að skemmta sér. Hann þekkti ekki æsku, gleði var honum framandi hugtak. Menn sögðu hann hefði vonda vessa í blóðinu. Þessi drengur — hann kunni heldur ekki mun á sumri og vetri, sólskini og svartahríð. Hann fékk stundum nýja vettlinga á haustin, eins og annað fólk; en hann týndi þeim einatt og gekk berhentur á vetrum án þess að kveinka sér. En hann tók heldur ekki af sér trefilinn á vorin. Hann er eitthvað bilaður, sögðu menn. Hann var talinn vel að manni, en hirti aldrei um að staðfesta það. Hann lét sér í léttu rúmi liggja, þó jafnaldrarnir ragmönuðu hann að berjast við sig, kölluðu hann vesaling og ræfil og aumingja ef hann tæki ekki áskorun- inni. Honum var blátt áfram alveg sama. Enginn hlutur fékk á hann. Hann gekk á braut, einn og hljóður. Hann óx upp úr bernsku sinni, eltist frá þeirri æsku, sem hann hafði aldrei skilið; og þegar hann var um tvítugt, var honum falin fjárgeymsla. En hann gekk um heystæði eins og eldur, rölti um heiðarnar eins og blind- ingi, æmar komu lamblausar undan vetrinum; — þá var honum ekki feng- inn oftar sá starfi. Menn sögðu hann væri eitthvað bilaður á efri hæðinni. Náttúran var honum lokuð bók. Áin flæddi um dalinn, mikilfengleg og heillandi; en augu hans sáu hana ekki. Fuglamir sungu í bláu heiði, en eyru hans voru dauf. Blómin ilmuðu á vellinum, en nasir hans voru luktar. Líf hans var sem villa í myrkum göngum, þar sem ekki sjást handa skil: það kostaði minnsta áreynslu að hafa vit sín lokuð. Svefngengill. Sá dagur kom að hann flæmdist úr sveitinni til strandar. Þar var hann öllum ókunnur — og fékk skipsrúm, því handleggur hans var styrkur og brún hans hörð. Hann braut ekki heilann um það hvort þeir veiddu mikið eða lítið, því að hann skildi ekki lífsbaráttuna. En þar sem honum var sól- skinið engu mætara en fyrr, stóð honum á sama hverju viðraði, hvort veðr- ið var gott eða vont; frost eða blíða, rok eða logn. — það lét hann sig engu varða. En hann var of svefnugur til að sækja sjó til langframa. Hann tók poka sinn, og fór þvínæst að mylja grjót. Og þá bar það til nýlundu einn dag að steinhnullungur hrapaði úr námu- veggnum og hafnaði á mjóhryggnum á söguhetju okkar. Maðurinn lyppað- ist niður eins og heyvisk, lá síðan þar sem hann var kominn. Félagar hans reistu hann við, en fæturnir sögðu hingað og ekki lengra. Það kom á daginn að mænan hafði skaddazt, og maðurinn var máttlaus upp að mitti — það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.