Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 72

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 72
70 vctr slysið sem við heyrðum um í hittiðfyrra og okkur þótti öllum svo átak- anlegt. Hann var lagður í sjúkrahús, búin sæng með hvítum lökum, klædd- ur í blá náttföt —■ lá þar síðan lifandi dauður. Móðir hans vitjaði hans í kærleik og sat við beð hans svo lengi sem hún mátti. Hún gaf honum lítið úr til að telja stundimar og dagana, færði hon- um snotran spegil með handfangi til að skoða heiminn út um gluggann. Hann reyndi spegilinn einu sinni og ekki framar, úrið gekk þangað til það stanzaði. Hann var orðfár sem jafnan áður, spurði einskis, lokaði augunum ef hann meinti nei. Síðan fór móðir hans —- eldri kona en ár hennar töldust, ein í þeim litlausa hópi sem aldrei á neinu láni að fagna í lífihu og mun því gleymast á efsta degi. Tíminn heldur uppteknum hætti sínum: að líða. Snjór vetrarins lemur gluggann, sólskin sumars vermir hann, regn haustsins dynur á honum. Einn dag síðla er honum tjáð að móðir hans sé dáin. Ef til vill hafði hann ekki heyrt það. Hann hélt áfram að anda þungum löngum drætti. Dagurinn leið að kvöldi, og hann bað um vatn að-drekka. Það var löng nótt. En þegar læknirinn kemur að morgni, liggur hann hærra í rúminu en áður og hefur sveipað svörtum hárþyrlinum frá lágu enninu. Hann horfir fast á lækninn, og í augum hans bregður fyrir bliki óþreyju og sársauka — það eru mannsaugu. Hann bendir lækninum að koma til sín, umlar lágt og með erfiðismunum: — Ætli mér fari ekki að batna? Læknirinn svarar eitthvað á þá leið að trúin flytji fjöll og vonin reisi höll, en sjúklingurinn skilur ekki skáldamál og líkingar. Svipur hans myrkvast að nýju. — Um að gera að trúa á batann, segir læknirinn. Og enn halda hinir þungu dagar áfram að líða, langir eins og hryggð mannsins á jörðinni. Unz einn morgun bendir hann systur að doka við hjá rúmi sínu. — Ég er farinn að geta hreyft tærnar, segir hann lágum rómi og óskýrum, eins og maður í svefnrofum — og brosir við afskræmdu brosi sínu. Og öðru sinni á ævinni bregður fyrir í augum hans því bliki óþreyju og sársauka, sem er aðal mannsins meðan hann lifir. -— Kannski get ég þá hlaðið það upp, bætir hann við í hálfum hljóðum. Systir hváir, því hún skilur ekki hvað hann er að fara. — Leiðið hennar mömmu, segir hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.