Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 77

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 77
75 Þú reyndir að hugga hana. — Vertu ekki hrædd, sagðir þú. Já, ég hef selt sál mína. En hvers virði er sál mín? Líkaminn er miklu meira virði en sálin. Þó ég selji sál mína þúsund- sinnum, þarf ég aldrei að láta hana af hendi. Maður, eða djöfull, sem leggur stund á sálnakaup, á ekki annað skilið en að hann sé svikinn. Hún hlaut að vera þér sammála. Á fslandi eru sálnakaup friðhelg störf og lögleg. Það var einu sinni maður austur í Odda, sem hvað eftir ananð seldi sál sína, og sveik alltaf kaupin í gjalddaga. Þannig á að fara með þá, sem kaupa sálir. En hina, sem kaupa kroppinn, þá er aldrei hægt að svíkja. Þess vegna má ekki selja kroppinn. Þú starðir á hana, og hún brosti til þín, og hvemig var þreki þessarar konu varið, að hún skyldi geta brosað á slíkri stund. Þú sazt negldur stundarkorn, en spurul augu og undrandi horfðu á þig. — Bíðurðu eftir að ég segi eitthvað? spurðir þú lágri röddu. — Já, sagði kona þín. — Jæja, sagðir þú, ég skal segja eitthvað. En þú sagðir ekkert. Kona þín beið. —■ Segðu þá, sagði hún. — Já, sagðir þú, ég skal segja. Við erum búin að fá leigt. Er það ekki dæmalaust gott? Og það er ekki braggi, engin skonsa eða kytra, ekkert greni undir ups, heldur tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Andlit hennar fór að ljóma. Það var fáránlegt. Hvaða ástæðu hafði hún til að gleðjast? Það lá við að hún hlæi. Og hún sagði: — Nú getum við loksins tekið báða strákana okkar heim. Þá var mælirinn fullur. Þú raukst á fætur og tókst um axlir hennar. — Báða strákana? Hvílík fásinna. Ég seldi báða drengina til þess að fá íbúðina. Ég seldi sál mína og báða syni mína með köldu blóði. Ibúð til leigu fyrir barnlaus hjón, var sagt. fbúð til leigu fyrir barnlaus hjón. Fyrir barnlaus hjón. Barnlaus hjón. En þið áttuð tvö börn og þú sagðist ekki eiga börn og þið mynduð ekki eignast börn. Ykkur var tekið opnum örmum. Steingeld hjón. Konan óbyrja og maðurinn geldingur. Hvílík hamingja og hvílíkt hnoss. fbúðin upp á gátt og svona ættu öll mannanna börn að vera, ófrjó eða að minnsta kosti morðingjar. Það er glæpur að láta barn fæðast. Og á nóttinni tókstu konu þína varlega í faðm þér og skimaðir í kringum þig. Því hver vissi nema húseigandinn stæði á hleri og hlustaði eftir hverju hljóði úr svefnherbergi þínu eða lægi á gægjum við glufu eða glugga. Og öll æska þín kom í bylgju, sem helltist yfir þig, hrundi yfir þig og laugaði þig sælu og laugaði þig hita og laugaði þig snertingu, laugaði þig heitri, langri og mjúkri snertingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.