Árbók skálda - 01.12.1956, Side 86

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 86
84 hjá gömlu hjónunum. Þess vegna hafði ég sent þeim meðlag með honum til tveggja ára. Ég reyndi aftur að hella í mig koníaki, áður en ég fór út úr bílnum, hélt mér myndi líða betur, ef ég fyndi dálítið á mér. Mér hafði liðið afleitlega allt frá því ég vaknaði um morguninn, af því að ég hafði drukkið of mikið daginn áður. Lokaatriði drykkjuskaparins var að hafna hjá stúlku, sem ég þekkti frá því í gamla daga. Það hafði óþægileg áhrif á mig að rifja upp það, sem skeð hafði. — Þykir þér vænt um mig? hafði hún spurt. — Elskarðu mig? Elska, elskal Þetta margþvælda, misnotaða orð. Ekkert var leyfilegt nema maður elskaði. Mér fannst ég ekki vera vondur maður. Hins vegar gat mig langað til að vera með stúlku, án þess að elska hana. Samt sem áður var ég leiður yfir því, sem hafði skeð í gærkvöldi. Þessi svokallaða ást var fyrirbæri, sem ég bar ekki mikla virðingu fyrir. Hafði ég ekki elskað konuna mína? Og hafði hún ekki sagzt elska mig út af lífinu? Og hvernig fór ekki? Fyrr en varði vttr hún farin að elska borða- lagðan Ameríkana. Dálagleg ást eða hitt þó heldur! Að vísu hélt hún því fram, að ég hefði aldrei elskað sig í raun og veru. Vissulega elskaði ég hana eins og menn elska eiginkonur sínar almennt. Hins vegar hefði hún sjálfsagt viljað, að ég elskaði hana svo mikið, að ég hefði orðið gereyðilagður maður, þegar hún yfirgaf mig. Sem betur fór varð henni ekki kápan úr því klæðinu. En ég var sárgramur við hana og fannst hún hafa hlunnfarið mig. • Svo mikið var víst, að hún hafði metið duttlunga sína meira en skyldu sína að viðhalda heimilinu fyrir barn sitt og eigin- mann. Ég þurfti að bíða talsvert lengi á flugvellinum — og ósjálfrátt fór ég að hugsa um, þegar ég hafði fylgt drengnum mínum hingað í fyrra. Við höfð- um farið gangandi í glampandi sólskini og hita og ég leiddi hann og bar töskuna hans. Þegar ég stanzaði til þess að skipta um hendur á töskunni, settist hann á stein við vegarbrúnina. Hann sagði ekki neitt en horfði á mig bláum augum. Þá fann ég skyndilega hve vænt mér þótti um þennan dreng, og ég tók hann upp, hallaði honum að brjósti mér og bar hann það sem eftir var leiðarinnar. Og á meðan lét ég hugann reika fram í tímann, þegar hann yrði stór og við gengjum saman hlið við hlið . . .Furðulegt, hve þessi mynd var ennþá ljóslifandi í huga mínum. En þetta var nú þá. Nú var allt öðru vísi — einnig framtíðin. Ég settist úti í horni hjá veitingaborðinu. Á hillunum innan við það blöstu við glæpa- og gleðisögurit, tóbak og sælgæti. Ölvaður náungi kom ranglandi, settist skammt frá mér og bað um pilsner, sem jórtrandi afgreiðslustúlka skákaði fyrir hann með ólundarsvip. Skyldi honum finnast hann — í sljóu sálarástandi sínu — vera laus við óþægindin, sem oft fylgja því að vera hugsandi maður? Ég hélt það. Ætli ég gæti orðið svona fullur? Vafalaust — en þó áreiðanlega ekki eins og hann. Það yrði öðru vísi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.