Árbók skálda - 01.12.1956, Side 87

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 87
85 Hann byrjaði að- þvæla við okkur, sem næstir honum voru, en stillti rödd- inni í hóí, hafði bersýnilega ásett sér að láta ekki of mikið á sér bera og réð ennþá yfir nægilega miklum vitsmunum til að framfylgja því. Þrátt fyrir það veittu allir í salnum honum athygli — eins og hann væri eina athyglis- verða persónan af viðstöddum. Þrír hnakkakertir flugmenn strunsuðu í gegnum salinn og minntu á montna hana. Mér flaug í hug það, sem einhver hafði sagt mér, að til þess að verða góður flugmaður mætti maður ekki vera gáfaður. Ef til vill var það aðeins þvættingur — og í rauninni kom mér ekki við, hvort þeir væru gáfaðir eða ekki gáfaðir. Hins vegar var hann, Ameríkaninn, flugmaður. Og loksins komu þau mæðginin í fylgd með konunni, sem ætlaði að ann- ast drenginn á leiðinni. Ég gaf mig fram og hélt á súkkulaðipakkanum, sem ég hafði keypt handa honum í nesti. Við heilsuðumst. Drengurinn horfði á mig, síðan á móður sína. Hann var kvefaður og hor í nefinu á honum. Og sem ég stóð þarna hjá honum fann ég aftur þetta sama og í fyrra, hve mér þótti vænt um hann, og það var sárt, að leiðir okk- ar skyldu skilja, máske fyrir fullt og allt. Við hlið okkar stóð móðir hans, fyrrverandi eiginkona mín, broshýr og björt á svip. Grunsemd, sem leynzt hafði í hugskoti mínu, skaut snöggvast upp: Var þetta ekki allt mín sök? En þessi grunsemd átti ekki upp á pallborðið hjá mér. 1 hvert sinn, sem hún lét á sér bæra, stjakaði hún við einhverju mjög viðkvæmu í sál minni og mér fannst, nei, ég vissi, að hún gerði mig að verri manni eftir en áður. Ég flýtti mér að kyssa drenginn á kinnina og rétti honum upp úr vasa mínum tíkallana þrjá, sem ég hafði fengið til baka með flöskunni, og sagði honum að kaupa sér eitthvað fyrir þá í sumar. Svo vék ég mér inn í snyrti- klefann. Þar drakk ég ennþá úr flöskunni og saup vatn úr krananum á eftir, þvoði mér um hendurnar og greiddi hár mitt. Þegar ég kom aftur fram í sálinn voru farþegarnir á leið út að flugvél- inni. Dréngurinn minn var síðastur og sú, sem ætlaði að annast um hann norður, bar farangurinn fyrir hann. Konan mín, sem var, sagðist hafa bíl og ég gæti orðið með í bæinn, ef ég vildi. En ég afþakkaði það kurteislega, rétti henni höndina og sagði: — Vertu blessuð, líði þér vel. — Þakka þér, sömuleiðis, vertu blessaður. Frammi við veitingaborðið keypti ég mér tóbak og hélt síðan í áttina til dyranna. Önnur flugvél átti að fara innan skamms, og það var talsvert af fólki á gangi fram og aftur með farangur sinn, reykjandi og jórtrandi. 1 veit- ingahorninu tvær hvítklæddar stúlkur að afgreiða og glæparitin í baksýn með skjannalegum myndum á forsíðu. — Við lifum á slæmum tímum, sagði drukkni náunginn fyrir aftan mig með raddblæ eins og hann væri að hafa yfir spakmæli. — Drykkjuraus, hugsaði ég. Og þó — það var talsvert í því, sem maður- inn sagði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.