Árbók skálda - 01.12.1956, Page 87
85
Hann byrjaði að- þvæla við okkur, sem næstir honum voru, en stillti rödd-
inni í hóí, hafði bersýnilega ásett sér að láta ekki of mikið á sér bera og
réð ennþá yfir nægilega miklum vitsmunum til að framfylgja því. Þrátt fyrir
það veittu allir í salnum honum athygli — eins og hann væri eina athyglis-
verða persónan af viðstöddum.
Þrír hnakkakertir flugmenn strunsuðu í gegnum salinn og minntu á montna
hana. Mér flaug í hug það, sem einhver hafði sagt mér, að til þess að verða
góður flugmaður mætti maður ekki vera gáfaður. Ef til vill var það aðeins
þvættingur — og í rauninni kom mér ekki við, hvort þeir væru gáfaðir eða
ekki gáfaðir. Hins vegar var hann, Ameríkaninn, flugmaður.
Og loksins komu þau mæðginin í fylgd með konunni, sem ætlaði að ann-
ast drenginn á leiðinni.
Ég gaf mig fram og hélt á súkkulaðipakkanum, sem ég hafði keypt handa
honum í nesti.
Við heilsuðumst.
Drengurinn horfði á mig, síðan á móður sína. Hann var kvefaður og hor
í nefinu á honum. Og sem ég stóð þarna hjá honum fann ég aftur þetta
sama og í fyrra, hve mér þótti vænt um hann, og það var sárt, að leiðir okk-
ar skyldu skilja, máske fyrir fullt og allt. Við hlið okkar stóð móðir hans,
fyrrverandi eiginkona mín, broshýr og björt á svip. Grunsemd, sem leynzt hafði
í hugskoti mínu, skaut snöggvast upp: Var þetta ekki allt mín sök? En þessi
grunsemd átti ekki upp á pallborðið hjá mér. 1 hvert sinn, sem hún lét á
sér bæra, stjakaði hún við einhverju mjög viðkvæmu í sál minni og mér
fannst, nei, ég vissi, að hún gerði mig að verri manni eftir en áður.
Ég flýtti mér að kyssa drenginn á kinnina og rétti honum upp úr vasa
mínum tíkallana þrjá, sem ég hafði fengið til baka með flöskunni, og sagði
honum að kaupa sér eitthvað fyrir þá í sumar. Svo vék ég mér inn í snyrti-
klefann. Þar drakk ég ennþá úr flöskunni og saup vatn úr krananum á eftir,
þvoði mér um hendurnar og greiddi hár mitt.
Þegar ég kom aftur fram í sálinn voru farþegarnir á leið út að flugvél-
inni. Dréngurinn minn var síðastur og sú, sem ætlaði að annast um hann
norður, bar farangurinn fyrir hann. Konan mín, sem var, sagðist hafa bíl
og ég gæti orðið með í bæinn, ef ég vildi. En ég afþakkaði það kurteislega,
rétti henni höndina og sagði:
— Vertu blessuð, líði þér vel.
— Þakka þér, sömuleiðis, vertu blessaður.
Frammi við veitingaborðið keypti ég mér tóbak og hélt síðan í áttina til
dyranna. Önnur flugvél átti að fara innan skamms, og það var talsvert af
fólki á gangi fram og aftur með farangur sinn, reykjandi og jórtrandi. 1 veit-
ingahorninu tvær hvítklæddar stúlkur að afgreiða og glæparitin í baksýn
með skjannalegum myndum á forsíðu.
— Við lifum á slæmum tímum, sagði drukkni náunginn fyrir aftan mig
með raddblæ eins og hann væri að hafa yfir spakmæli.
— Drykkjuraus, hugsaði ég. Og þó — það var talsvert í því, sem maður-
inn sagði.