Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 91

Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 91
89 hnúum fyrir augun til að stöðva táraflauminn sem kom alltaf í kjölfar þessa draums. í þessum tárum eimdi eftir af skelfingu draumsins, í þeim var sam- bland af ógn og sneypukenndri gleði yfir dauða föður hans, óttinn við björn- inn sem lagði hann í einelti, lyktina og hramminn sem greiddi honum þetta voðahögg á öxlina, þetta rann saman við löngunina að vakna og veruleik vökunnar. Svona var hver einasti morgunn. Tímóteus vissi að ef faðir hans heyrði hann ekki senn fara framúr mundí hann koma inn aftur þótt það kostaði að rakstrarathöfnin yrði stöðvuð í miðjum klíðum, svo Tímóteus tróð verinu upp í augun til að þerra tárin, skreiddist framúr og snaraðist í fötin í flöktandi morgunskímunni. Hann bauð móður sinni góðan dag. Hún var alltaf veik svo hún fór ekki framúr á morgnana, en hún var alltaf vakandi, hún sagðist aldrei sofa. Hann óskaði þess hann væri alltaf veikur og svæfi aldrei heldur. Systur hans tvær, báðar eldri, voru komnar á kreik með stírur í augum, geispandi og morg- unljótar. Hann þóttist vita þær mundu aldrei giftast, og ef svo færi yrðu það tómir prettir. Fyrsta morguninn yrði um seinan að minnast kvöldsins og þess- ir frísklegu greindu menn sæju þá þeir væru kvæntir fyrirlitlegum ófreskjum sem voru ljósfælnar eins og moldvörpur eða náttuglur. Frá því Tímóteus fæddist hafði móðir hans ekki haft heilsu til að fara á fætur á morgnana, síðan voru níu ár, ellefu mánuðir og þrjár vikur. En henni þótti jafnvænt um hann fyrir því, sagði hún. En eins og hún var alltaf að nauða á (með þessum raddblæ sem fylgir luktum augum) þótti henni líka vænt um föður hans (sem gat alls ekki verið satt), og auðvitað þykir pabba vænt um þig Tímóteus, hann ætlast bara til svo mikils af þér því þú ert sonur- inn sem hann vonaðist alltaf eftir, en þú bregzt stundum vonum hans, hann er einn þeirra sem gera ströngustu kröfur til sjálfs sín og sinna nánustu. Tímóteus lagði því ekki trúnað á neitt sem hún sagði um kærleikann, eink- um þegar hún sagði auðvitað þykir þér vænt um systur þínar, bræðrum á alltaf að þykja vænt um systur sínar því að fjölskyldukærleikur og tryggð er það sem allra mestu varðar og elsku Jesús á himnum gleðst þegar hann sér fjölskyldur sem lifa í ást og eindrægni einsog við gerum öll. Ef kærleikurinn var ekki annað en þetta — margþvæld varaþjónusta við einhverja fjölskyldukreddu — þá var kærleikurinn ekki neitt, og hugtak kær- leiksleysisins snart Tímóteus ekkert. Um fjölskyldutryggðina gegndi allt öðru máli, þar var eitthvað sem hann gat skynjað og skilið, rækt og brugðizt, brotið gegn og komizt í sátt við. Einn daginn hafði hann trúað skólabróður sínum Pétri Craddock fyrir því hann vildi hann ætti annan föður en þann sem honum hafði hlotnazt. Hann hafði fundið nautn og sekt í þessari játningu, hún fól í sér blandna tilfinn- ingu eins og hjá strák sem danglar annan í glensi og horfir síðan í aðra átt, alsaklaus. En um kvöldið var engu líkara en faðir Tímóteusar hefði feng- ið veður af þessum tryggðarofum og það skein óvenjuköld fyrirlitning úr gráum augum hans. Kærleiksleysi mátti einu gilda. En ótryggðin og óttinn sem hún vakti var snar þáttur í hinu orðfáa sambandi feðganna. Faðir Tímóteusar var enn að raka sig, þessi stranga óumflýjanlega at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.