Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 94

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 94
92 að sofna, eins og svefninn væri nokkurskonar lyf sem deyfði mann fyrir rreynslu næturinnar. Niðri var útidyrunum hrundið upp og skellt. Hann heyrði gengið að fatahenginu og síðan að stofudyrum. Hurðinni lokað. Nokkur stund leið. Þá vissi hann að móðir hans var — auðvitað sárnauðug — að útskýra hversvegna henni væri svona illt. Tímóteus (veslings barnið veit ekki hvað hann er að gera mér) hefði verið óþekkur og því hefði hún fengið annað kast, en það gerir ekkert til, góði, þetta er svo sem ekki neitt og líður bráðum hjá, það er ástæðulaust að hegna barninu, ég er viss um að honum er farið að líða illa af að vita ljótt upp á sig. Stofudyrnar opnuðust aftur, svo myndi koma þögn, því það brakaði aldrei í níu neðstu þrepunum, en aftur á móti tíunda (tíunda tólfta og fjórtánda), og hann fann til kitlandi hryllings að svarti skugginn sem steðjaði upp stig- ann skyldi vera svona ógnandi þögull. Þegar dyrnar lukust upp var Tímó- teus farinn að nötra og hann kreisti aftur augun þegar faðir hans kveikti. „Svo þú hefur verið að brjóta af þér rétt einu sinni?" „Ha? Hvað ... sæll pabbi — hvað er ..." „Þú heyrðir til mín." . „Nei," laug hann. „Hvað varstu að segja?" Stundum sagði hann — þú hefur bara verið móður þinni til óþurftar og ama síðan þú fæddist og þú virðist njóta þess að særa hana af því hún er góð við þig, og auðsærð. Stundum var hann ýmist sótvondur eða neyðar- legur. Og alltaf kom höggið fyrr en Tímóteus varði og um seinan hófust armar hans ósjálfrátt á loft til varnar. Alltaf glúpnaði hann og fór að gráta af smán. Skólinn. Skólinn, þar sem Tímóteus fann athvarf og leynda hugbót í fé- lagsskapnum við Pétur Craddock. Samlokurnar voru þeir kallaðir. „Pabbi minn segir að pabbi þinn verði tekinn í gegn í kvöld," sagði Pétur. „Hvernig í gegn?" spurði Tímóteus. „Ráðið ætlar að sauma rækilega að honum í þetta sinn. Pabbi segir að í þetta sinn hafi pabbi þinn gengið of langt og þeir ætli að hanka hann á því." „Nú jæja," sagði Tímóteus, en varð ekkert dátt við. Svona bein og hlakkandi árás á föður hans frá öðrum en honum sjálfum kom hálf-illa við hann. Honum fannst hann eiga einkarétt á að gagnrýna hann, aðrir mættu ekki gera það nema að hans hvötum og undirlagi. Hann iðraði stundum trúnaðar síns við Pétur af þessum sökum. En Pétur hafði sérstöðu sem trúnaðarmaður hans og átti þar að auk aðgang að vitneskju um föður Tímóteusar (frá föður sínum sem var líka í Ráðinu) sem Tímó- teus var óðfús að öðlast. Tímóteus vissi naumast hvað faðir hans gerði. Hvert það starf eða embætti sem aðrir feður voru kenndir við var sviplaust og sagði ekki neitt þegar faðir hans átti í hlut, ekkert einkenndi hans eins í vitund drengsins og hinn karlmannlegi myndugleiki hans, þungbúinn strangleikinn í návist hans, þessi harðneskjulega einbeitni og dómharka, og framandlegur tóbakseimurinn af andlitinu sem hann kyssti kannski stundum, breitt svart bak sem grúfði yfir skrifborðið á kvöldin („uss börn, faðir ykkar er að vinna"). I byrjun hvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.