Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 97

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 97
95 „Jæja þú ert óheppinn," sagði Pétur, „ég er feginn að hann er ekki minn." „En það er ég, og hafðu það." Nú voru sex dagar til afmælis Tímóteusar. Á hverjum morgni vakti faðirinn hann með því að reka höfuðið inn um gættina rétt í svip einsog hann mætti ekki vera að því að koma inn. I tvö önnur skipti vaknaði Tímóteus af þessum baldna draumi sem endaði ekki eins og vera bar og hann fann niðinn í lík- amanum, og hörundið var kvikt af svitadropum. Sunnudaginn eftir drakk hann ekki te hjá Craddock. Nú var farin að krauma niðrí honum seinvakin reiði í garð Péturs fyrir að hafa eignazt trúnað hans og misbrúkað hann. Á sunnudagskvöldið þegar tveir dagar voru til afmælisins rifjaði hann upp öll skipti sín við Craddockana og furðaði sig dálítið á hvað hann hafði sagt við Pétur, velti fyrir sér hvernig hann hefði breytzt og hvers vegna, og endurlifði nýja drauminn út í hörgul, rómbrigði og svip föður síns, og sá fyrir sér ímynd gungunnar sem skreið í skjól undir eldavélina þar sem enginn kettlingur hafði getað falið sig, svo hcmn hlýtur að hafa verið yfirtak hræddur að geta gert sig svona lítinn. Hann lá hugs- andi í rúminu þangað til myndirnar í huga hans teygðust í ferlíki eða skruppu saman í smádíla, síðan sofnaði hann í kliðandi myrkrinu. Við matborðið næsta morgun leit hann milli vonar og ótta á föður sinn áður en hann sagði, „Viltu gera svo vel að rétta sykurinn pabbi," og faðir hans flutti blaðið frá sykurkerinu, ýtti því til hans og sagði „Fyrirgefðu" annars hugar. Á eftir fór Tímóteus upp til sín, opnaði sparibaukinn og tók þaðan aurana sína (það voru tveir skildingar og tvö pens) og gerði svolítil afmælisinnkaup á leið í skólann. „Ætlar pabbi þinn þá ekki að lofa þér að hafa afmælisboð á morgun?" spurði Pétur. „Ég vildi það ekki," sagði Tímóteus. „Ég drekk bara te með heimilisfólkinu" „En pabbi minn segir nú að eftir fundinn á morgun muni pabbi þinn ekki geta haldið nein boð hvort sem þú vilt eða ekki, ef hann heldur áfram upp- teknum hætti, og það er alveg mátulegt á hann fyrir að vera svona mikið svín." Hinir drengirnir fundu fremur en sáu eða heyrðu heiftina í atlögunni þegar Tímóteus flaug á Pétur. Þeir ultu strax hvor um annan bakvið öftustu bekkja- röðina og börðu skönkúnum í tryllingi, augu Tímóteusar voru sollin af bræði og hann sá ekkert nema hræðslufölvann á andliti Péturs, hann hrinti og sló og fann ekki harða járnbrúnina við bakið þegar þeir skullu á borð og ekki heldur olnboga Péturs sem rakst inní augnatóttina þegar hann barðist um og vatt sér undan hendinni sem þrifið var í lurginn á honum, hann fann ekki þegar neglumar brotnuðu og hnén fleiðruðust, hann skynjaði aðeins heitan sætan keim blóðsins sem dreyrði úr vömm hans í því hann lét hnefana ganga á andliti Péturs og skeytti engu þótt Pétur sem var hjálpað á fætur skælandi, sendi hcnum grimmilegt spark útúr skjaldborg hjálparmanna sinna. En hinir horfðu á þá spurnaraugum með öryggð hinna hlutlausu, veltu fyrir sér til- drögum áfloganna og voru farnir að stæla um hvor hefði haft betur. Þegar heim kom fékk móðir Tímóteusar auðvitað annað kast þegar hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.