Árbók skálda - 01.12.1956, Page 100
98
Svefnhúsdymar voru að lokast þegar hann vaknaði með öndina í hálsinum
og ópið ekki dáið út í munni hans, hljóðið hlaut ennþá að bæra loftið í grá-
tjölduðu herberginu. Ný klukka tifaði knálega á náttborðinu og hjá henni
lá umslag. Tímóteus reif það upp, og í því var tíu skildinga seðill og spjald.
„Tíu ára gamall," stóð þar, „hálf-fullorðinn maður."
Faðir hans var kominn út í baðið. Tímóteus reis á fætur og sótti pakkann
sinn í skyrtuskúffuna, laumaðist útúr herberginu, nam staðar og hlustaði hálf-
smeykur á hin kunnuglegu hljóð sem vom undanfari athafnarinnar, rennslið
úr krananum og taktföst skrefin frá skál að skáp. Hann barði að dyrum.
Fótatakið nálgaðist og lásinn small frá. Faðir hans stóð í dyrunum í nærbol
og buxum.
„Kom inn," sagði hann.
Tímóteus mjakaðist innfyrir.
„Þakka þór kærlega fyrir klukkuna og hitt ..
„Til hamingju með afmælið Tímóteus," sagði faðir hans og laut niður til
að kyssa hann á vangann.
„Ég er með gjöí handa þér pabbi," sagði Tímóteus.
„Ekki á ég afmæli í dag," sagði faðir hans brosandi og opnaði pinkilinn.
„Nú jæja, þetta er raksápuhylki. Ég var einmitt að ljúka við það gamla."
Það var glampi í gráum augum hans er hann leit á drenginn skjálfandi
fyrir framan sig, og tók stórt handklæði af henginu og vafði að herðum hans.
„Þú skelfur af kulda," sagði hann. „Viltu kannski staldra við og horfa á
mig bera sápuna fyrsta sinn á kjammann? Einhvern tíma kemur að því að
þetta verðir þú að gera sjálfur og það sakar ekki að læra það núna."
Hann lét aftur hurðina og Tímóteus varð kyrr. Dyrunum var læst en Tímó-
teus varð eftir og fylgdist með allri þessari dásamlegu athöfn sem hann hafði
aðeins getið sér til um af hljóðunum, slípun, sápun, rakstri, þvotti, hann
horfði á andlit föður síns koma hreint og ferskt úr eldrauninni, hvítt mjúkt og
angandi.
„Þetta er stór dagur," sagði faðir hans þegar þeir gengu saman útúr bað-
herberginu, og Tímóteus greikkaði spor sinna litlu beru fóta til að verða sam-
stiga taktföstum skrefum föður síns.