Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 102

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 102
100 þurrt eins og það h'efði verið í sandstormi eyðimerkurinnar eða yxi við skil- yrði kaktusanna, farið að þynnast, hann var amerískur líka, langur og mjór. Honum hafði verið útungað með viðhöfn af hinum frægu menntunarvélum Princetonháskóla og sagði það frétta að Mister Truman Capote hefði haft þann sið að hverfa dögum saman og þá hefði hann verið að skrifa á ýms- um dularfullum og jafnvel skuggalegum stöðum. Eftir þetta tromp hafði ameríkaninn sem kallaði sig Terry mest hunda á hendinni. Þau fóru að tala við svarthærðan mann frá París með hlédræg brún augu og fínlegar hendur sem svaraði spurningu þeirra og sagðist heita Pierre Duiesque. Þá sagðist stúlkan heita Jennifer og Terry sagði að hún væri kölluð Yen. Mikið voru þau fegin að hitta mann sem talaði ensku. Maðurinn frá Princeton sagði þeim sem kom frá París allt sem hann vissi um Truman Capote í næstum 10 mínútur, og spurði hvort hann þekki ódýrt mötuneyti í Palma. Já. Skipið Jaime II sigldi inn í Palmahöfn og þegar þau stóðu á bryggjunni var þyrping um þau og mikil sól og lykt af gulleitu mjöli sem annað skip var að afferma og nokkrum þýzkum ferðamönnum á stuttum leðurbuxum sem höfðu svitnað við að troðast fram fyrir þau í biðröðinni væntanlega til þess að gegna erindum í þágu mannkynsins. Ofan úr bænum heyrðist spor- vagn hlunkast áfram, asni rumdi og í þvögunni í kringum þau voru allir að segja: Quiere pension completa, muy modemo, hay comfort moderno, hay bagno, telefono, hay todo, muy barato, hay todo, hay todo. Undir forystu Pierre sluppu þau út úr hrópandi þvögunni og gengu í kyrrð- inni með léttan farangur sinn um hvítar götur í morgunferskleikanum og fengu sér bjór sem kallast cerveza. Eigandi Pensjónarinnar sem var einhentur og sköllóttur Frakki frá Mar- seilles sem drakk absinth þegar hann gat bar þeim hádegisverðinn sjálfur en hann var mállaus í dag því ekkert absinth var til. Húsið var hvítt tvílyft með grænum gluggahlerum og fyrir birtingu byrjuðu hrópin á markaðs- torgi fyrir handan og samferða því heimsljósi sem þessum degi var ætlað að lýsa hinum blindu manneskjum kom lykt af fjölbreytilegustu ávöxtum og grænmeti og sagi og múlösnum og blómum. Meðan þau töluðu saman deplaði Terry litlum gráum lesþreyttum aug- um sem voru innrömmuð af rauðum hvörmum bak við sterk gleraugu, sem þeir sem voru að tala við hann gátu speglað sig í. Á laun dreymdi hann um að skrifa eins og Truman Capote. Þau ferðuðust saman sem tveir upplýstir hvítir nútímaameríkanar who do the european tour, leggja á sig nokkurra mánaða ferðalag um hina gömlu menningarlegu Evrópu til að fá vitsmuna- lega kjölfestu í sitt ævifley: það var óerótískt og andlegt allt saman, og há- fleygt, — og skipulagt (af American Express). En undir niðri var Terry Vanderhook þessi langi mjói maður með þykku gleraugun líka lítill feiminn drengur, og hann elskaði Yen á laun, auk þess að langa til að skrifa. Hún tók ekkert eftir því. Á ferðalagi þeirra hélt hann henni langa lærða fyrirlestra um Mallarmé og The French Symbolists eins og gamall geldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.