Árbók skálda - 01.12.1956, Side 104
102
. Þegar Pierre kom út úr búningsklefanum fann hann hana ekki í mann-
fjöldanum og hugsaði: Kannski þekki ég hana ekki aftur í sundfötunum; og
þóttist ekki vera að leita heldur horfa á marglitar sólhlífarnar en ekki fólk.
Þegar hann hafði synt í sjónum sem var eins og elexír guða kom hann aftur
að og lagðist í hita sandsins blautur og lét milljón sandkorn festa sig á hans
mennska hörundi.
Hann lá með lokuð augu og fann sólina á augnalokunum og sá roða af
henni, og horfði á þau litbrigði sem hugur hans nennti að leika sér að unz
hann fann að hún var aftur komin, fann hana sitja í sandinum og horfa á
sig. Þegar hann opnaði augun leit hún undan.
Talaðu, sagði hún, og horfði á þúsund höfuð hafsins sem voru eins og litlir
boltar að hossast á sjónum.
Nei, sagði hann, og lokaði augunum aftur. Hann fann sandinn undir sér
eins og jörðin væri búin að fá nóg af öllu lífi og hefði frið í sinni miklu jarð-
arsál og ekkert þyrfti að vaxa framar og allt væri svo ekkert þyrfti að verða.
Ekkert vakti honum óró. Kannski var þetta eins og að sofa en hafa vitund
vökunnar.
Konan horfði á þennan mann sem hafði svo skyndilega komið og henni
fannst þá að hann hefði komið inn í líf hennar. Hún horfði á hann liggja svo
nakinn og guðdómlegur og hvítur á grannan skrokkinn innanum atvinnu-
brúningja baðstrandarinnar og kæra sig ekkert um að velta sér á bakið og
magann á víxl og bera á sig olíu til að verða brúnn.
Hana langaði allt í einu til að lúta yfir hann og kyssa hann á augnalokin
og finna með vörunum dul augu hans undir með því dapra ljósi sem hafði
horft svo undarlega á heiminn. Að sjá þennan mann sofa. Að vakna um
nótt hjá þessum manni og vita að hann hefur sundrað þér og vakna svo
heil og sameinuð um nótt og rísa til að horfa á hann sofa.
Horfa á hann eins og núna. Og þó ekki eins og núna heldur meira. Og
þó kannski ekki meira bara öðruvísi. Hún horfði á hann liggja með augun
aftur og þráði svo djúpt og viðkvæmt að hann slæi eign sinni á hana, ætti
hana, tæki hana.
'En hvað var hægt að segja? Gera hvað? Koma, fara: þegja. Þegja þó mað-
ur tali. Það fann hún.
Kliðurinn á ströndinni hækkar því falleg unglingsstúlka kemur gangandi,
og ekki barn og ekki fullorðin þó heldur það sem maður veit ekki hvað
maður var né hvað í ósköpunum maður er að verða, sízt af öllu hvað mað-
ur er. Og þegar strákar með hár ofan í augu sjá hana kasta þeir sandi.
Hún formælir þeim, þeir hlægja og kasta meiri sandi. Maðurinn sem lá
í sandinum opnar augun og horfir á reiði stúlkunnar og á þennan líkama
sem óx svo mikið í nótt. Og á enn eftir að vaxa svo það megi horfa.
Sko, segir hann. Sko, segir hann til að fela hugsun sína.
Hvað? segir konan sem situr í sandinum, hjá honum og horfir út á hafið
svo langt, og svo breitt og vítt.
Pierre þegir, snöggvast finnur hann kaldan skugga fara yfir sig af vængj-