Árbók skálda - 01.12.1956, Page 106

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 106
* Viðbót við höfundatal Arbókar '54 og '55 Stuðzt við upplýsingar frá höf. sjálfum. BJARNI SÓLMUNDUR BENEDIKTSSON er fæddur 25. apríl 1922 að Egilsstöðum í Vopnafirði, en ólst upp í Hofteigi á Jökuldal. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1944, blaða- maður við Þjóðviljann frá 1951, en hefur skrifað ritdóma að staðaldri í það blað frá 1948. „Gekk með skáldóra hér á árunum, en lagði þá af í júlí 1950. Lét ritstjóra Arbókar hafa þetta gamla sögubrot út úr sér; heitir að birta aldrei framar sögu á prenti." FRIÐJÓN STEFANSSON er fæddur 12. okt. '11. Komið hafa út tvö smásagnasöfn eftir hann, 1946 og 1953. — Margar af smásögum hans hafa verið þýddar á erlend tungumál. Meðal annarra hafa norrænu bókmenntatímaritin „Ord och Bild" og „Vinduet" birt sögur eftir hann, svo og ameríska tímaritið „The American Scandinavian Review". JÓN EIRÍKSSON er fæddur 25 okt. 1927 í Reykjavík. Ólst upp á Hrafntóftum í Rangárvallasýslu. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1947. Lauk adjunktprófi (cand. mag.) í þýzku, ensku og uppeldisfræði frá háskólanum í Oslo vorið 1952. Hlaut styrk til framhaldsnáms í þýzku frá háskólanum í Kiel 1952—53. Kenndi þýzku við Verzlunarskóla Islands og Námsflokka Reykjavíkur 1953—'55. Starfar nú á skrifstofu verðgæzlustjóra í Reykjavfk. MAGNÚS MAGNUSSON. Fæddur 12. okt., 1929 í Reykjavík, en fluttist ári síðar til Edinborgar með foreldrum sínum, Sigursteini Magnússyni núverandi ræðismanni íslands í Skotlandi og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Stundaði nám við Edinburgh Academy og Oxford (enskar bók- menntir). Er nú blaðamaður við Scottish Daily Express í Glasgow. Hefir skrifað smásögur á ensku, þýtt Gunnlaugssögu og gert útvarpsleikrit upp úr Hrafnkelssögu. Er að vinna að þýðingu á Njálssögu fyrir Penguin Series. Sagan, sem hér birtist, %ar upphaflega rituð á ensku „eftir of mikinn Freudlestur of seint á kvöldin". Halldór Jónsson, mag. þýddi söguna fyrir Árbók. ÓLAFUR Þ. INGVARSSON. Fæddur 13. jan. 1923 að Stórólfshvoli í Rangárþingi, en fluttist snemma til Reykjavíkur. Hefir lagt stund á margvísleg störf. Skrifaði um skeið mikið í Unga Island og Æskuna. Síðan hafa birzt eftir hann sögur og ljóð í ýmsum öðrum tímaritum. STEINAR SIGURJÓNSSON. Fæddur 9. marz, 1928 á Sandi, Snæfellsnesi. Foreldrar: Sigurjón Kristj- ánsson, skipstjóri og Sigríður Ólafsdóttir. Bók, útgefin 1955: Hér erum við. Setjari að iðn. Að öðru leyti vísast til Árbókar 54 og 55 um æviatriði höfunda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.