Félagsbréf - 01.07.1956, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.07.1956, Qupperneq 26
24 FÉLAGSBHÉF mennsku", sem Sovét-stjómin gæti ekki lagt hönd að styðja. Þriðja október var endi bundinn á uppreisnina og hina hetjulegu vörn Pólverja. Warsjá var öll í rústum og 250.000 af íbúum hennar dauðir, þar á meðal mcirihlutinn af hinni harð- fengu mótspymuhreyfingu. Bor hers- liöfðingi var fangi nazista. Með einhverjum átakanlegustu svikrnn, sem sagan getur um, hafði Moskvu tekizt að ná sínu upphaflega markmiði. Henni hafði telcizt aS gjöreySileggja duglegasta hlutann af heimavamarliði Póllands og koma því til leiðar, að ötulasti foringi þess var orðinn fangi. Þrátt fyrir þessar ægi- legu aðfarir leyndust enn frelsisunn- andi vamarsveitir víðsvegar um Pól- land, og nú varð það hlutverk Bauða hersins með aðstoS kommúnistískra handbenda sinna að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Eftir aS styrjöldinni lauk, töldu Sovét-yfirvöldin það yfirleitt Pól- verjum til dauðaglæps aS hafa verið í pólsku andspyrnuhreyfingunni, eða hafa átt nokkur mök við hana til liðsinnis. Dómum inn líflát, þræla- flutninga úr landi eSa ævilangt fangelsi rigndi yfir þetta vesalings fólk og hvem þann, sem eitthvert Moskvuþý hirti um að ákæra. 31. desember 1944 lýsti Lublin- nefndin því yfir, að hún væri bráSa- birgðastjóm Póllands og var þegar í stað viðurkennd af Sovét-stjórn- inni þann 5. janúar 1945. A Yalta-ráðstefnunni í febrúar komu „hinir þrír stóm“, Stalin, Roosevelt og Churchill, sér saman um yfirlýsingu, sem meSal annars hafði þetta inni aS halda: „Bráðabirgðastjóm þá, sem nú fer með völd í Póllandi, skal þessvegna skipuleggja á breiðari grandvelli með þátttöku leiStoga lýSræðisflokkanna í Póllandi sjólfu og Pólverjum er- lendis. Þessi nýja stjórn skal nefn- Yalta — Stalín til hœgri tilbúinn að svíkja sáttmálann. ast: Bráðabirgða þjóðeiningarstjórn Póllands. Þessi stjórn skal skuldbundin til þess að láta fara fram frjálsar og óháðar kosningar með almennum kosningarétti. Kosningarnar séu leynilegar. í þessum kosningiun skulu allir andnazistiskir flokkar hafa leyfi til aS taka þátt og hafa menn í kjöri“. Þegar tími kom til þess aS fara að framkvæma þessa samþykkt, kom það brátt í Ijós í endalausu málþófi Sovét-yfirvaldanna, undanbrögðum, svikum, vanefndum og blekkingum, að Moskva vildi ekki þola neinar breytingar á Lublin-nefndinni. nema

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.