Félagsbréf - 01.07.1956, Page 34

Félagsbréf - 01.07.1956, Page 34
Eiríkur Hreinn Finnbogason: Jakob Thorarensen Erindi flutt á bókmenntakynningu Almenna bóka.félagsins 8. júní 1956. Um síðustu aldamót, þegar Jakob Thorarensen var að alast upp og gera fyrstu tilraunir sínar til ljóðagerðar, áttum við marga andans jöfra í heimi ljóðlistarinnar, unga og aldna. Næg- ir að nefna þá Steingrím, Matthías, Hannes Hafstein, Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson. Þessi skáld voru öll eftir- breytnisverð, og hlýtur að hafa verið freistandi fyrir ungan sveitadreng, sem var að klífa fyrstu klettana áleiðis að tindi listarinnar, að sveigja inn á leið einhvers þeirra og leita sér stuðnings, enda er slíkt eigi fátítt um ung skáld. En Jakob Thorarensen virðist strax hafa verið of sjálfstæður og sérlund- aður til þess að hagnýta sér slík þægindi, a. m. k. eftir þeim kvæðum að dæma, sem prentuð hafa verið. Hann valdi sér eigin leið upp klettana norðanverða, þar sem vindar gnauðuðu og út- hafsaldan lamdi fjallsræturnar. Fyrsta kvæðabók Jakobs Thorarensens, Snæljós, sem út kom 1914, varð strax vinsæl meðal ljóðelsks fólks, og lærðu ýmsir utan bókar mörg kvæði úr henni. Oft heyrði ég raulaða í bernsku minni, mörgum árum eftir að Snæljós komu út, þessa vísu úr Jökulsá á Sólheimasandi: Hann á skilið, hesturinn, hlýlegt klapp á makkann, þegar ertu alkominn upp á sigurbakkann. Með Snæljósum var líka myndarlega af stað farið. Ljóðin voru stórbrotin og nýstárleg. Þarna voru afbragðskvæði eins og Jökulsá, hið mjög svo þróttmikla sögukvæði Guörún Ósvífurs-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.