Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 9

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 9
FÉLAGSBRÉF 7 gagnlegra verður það. ísland er land flokkshyggju og flokkavalds. Hér er ekki fyrst spurt að málefnum, heldur að því, hvaða stjórnmálaflokki ein- staklingurinn fylgi, og er hann svo dæmdur eftir því. Sjálfsagt er, að lýð- ræðisflokkar deili innbyrðis, einn er í stjórn og annar í stjórnarandstöðu, en hér verða þessar deilur svo hatram- ar og blandaðar persónulegum skæt- ingi, að einstaklingum, sem ekki fylgja sama flokki, veitist oft örðugt að starfa saman að því, er þá alla varð- ar, — að sameiginlegum áhugamálum, og gegn ógnunum við sameiginleg verðmæti. — í ávarpi á stofnfundi Frjálsrar menningar mælti Gunnar Gunnarsson, heiðursforseti félagsins, m. a. á þessa leið: „Hversu mjög sem vér, sem hér er- um saman komin, kunnum að vera á öndverðum meiði um hinn minni vand- ann, má ekki sameiginleg ábyrgð vor á undirstöðunni fara forgörðum, sam- eiginlegt fylgi vort við grundvallar- atriðin heltast úr lestinni eða hníga sem Baldur fyrir óheillaörvum líð- andi stundar. En sú er hættan og ein- mitt þarna er veikleiki lýðræðis þess, er verðskuldar nafnið, veikleiki sem illvígir andstæðingar hafa vel kunnað og læra æ betur að færa sér í nyt“ Gæti ekki fyrsta verkefnið ef til vill snert lýðræðissinnaða Islendinga innbyrðis, ekki í þá átt að fá þá til að fella niður flokkadeilur, heldur að stuðla að því að þeim verði auðið, þrátt fyrir þær, að vinna saman gegn ógnunum við lýðræðið. Ef slíkt tæk- ist, er vel af stað farið. Ávallt eru þeir margir, og ekki sízt meðal menntamanna, sem engum flokki geta bundizt, finnst margt athugavert við alla flokka og telja þá ræna sig frelsi. íslenzk flokkshyggja gerir slík- um mönnum illfært að starfa á nokkru sviði, er stjórnmál snertir, nema þeir séu þá um leið dregnir í dilk stjórn- málaflokks. Það hefur verið eitt af meginverkefnum félaganna erlendis að veita slikum mönnum tækifæri til að vinna fyrir hugsjónir lýðræðisins, án þess að nokkur stjórnmálaflokkur komi þar nærri. Yæri slíks ekki einnig full þörf hér? Þeir sem vilja vinna að verndun og eflingu frjálsrar þjóðmenningar, hljóta að gæta þess, að grundvöllur undir frjálsa menningu sé traustur. Yæri ekki ef til vill ástæða til að ýta ofurlítið við samvizku þjóðarinnar gagnvart menningu sinni, glöggva hana enn betur á, hvað hún á og hvers hún missir, ef andlegt frelsi glatast. Hér eiga lýðræðissinnaðir rithöfundar og listamenn, ekki sízt þeir ungu, verk að vinna. Ég efast ekki um, að Frjáls menning á eftir að leggja þess- um málum drjúgt lið undir forystu þeirra Gunnars Gunnarssonar og Tóm- asar Guðmundssonar, sem báðir hafa unnið manna bezt að vexti og viðgangi íslenzkrar mennigar á síðari árum. E. H. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.