Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 59
FÉLAGSBRÉF 57 fólk. Hvers vegna skrifið þér ekki um hina skemmtilegri hlið lífsins? Svar: Þeir, sem njóta hinnar skemmti- legri hliðar á lífinu, eru færri en þeir, sem verða að þola hið mót- dræga. Þegar þær þjóðfélagskring- umstæður eru ekki lengur fyrir hendi, þá álít ég, að ekki verði nein ástæða til að skrifa um áhrif fátækt- ar á sálarlíf mannsins. Spuming: Enginn nema maður með sálarlíf svipað og þér myndi skrifa bók eins og Dagsláttu Drottins. Eruð þér brjálaður? Svar: Að mínum dómi er ég það ekki. Mér virðist háttalag mitt eðlilegt. Spuming: Ég hef sent smásögur mínar til allra helztu tímarita, en ég hef enn enga þeirra fengið prentaða. Ég er eiginlega að missa kjarkinn. Hvað ætti ég að gera? Svar: Það er alltaf rúm fyrir einn góð- an rithöfund uppí á tindinum með- al hinna beztu. En til þess að kom- ast þangað er bezt að leggjá af stað af jafnsléttu. Ef þér kærið yður ekki um að byrja þar, þá er ósenriilegt, að þér kærið yður um að gera rit- störf að lífsstarfi yðar. Hins vegar er gefin út mergð tímarita af alls konar tagi, og það virðist mjög sennilegt, að sá, serri gæddur er nægi- legri einbeitni og þoíiiimæði og ein- hverjum rithöfundarhæfileikum, geti fengið birta sögu hjá einhverju þeirra. Ef aðal áhugamál yðar er að fá verk yðar birt, þá mun það ekki skipta yður miklu hvar það er. Ef lesendunum geðjast að þeim, þá mun verða nóg af útgefendum, sem vilja hjálpa yður áleiðis upp á við. Spuming: Get ég lært í skóla að skrifa skáld- sögur? Svar: Það er ómögulegt að segja um fyrr en þér reynið það. Enginn heiðar- legur kennari mundi gefa yður lof- orð um að gera yður að rithöfundi, en kennsla hjálpar mönnum til að' hjálpa sér sjálfir. Spuming: Mig langar til að verða smásagna- höfundur. Er það til hjálpar eða tjóns í því sambandi að vinna sem fréttaritari ? Svar: Ég hef aldrei vitað, að neins konar ritmennska gerði manni tjón. Auk þess, sem þér fáið þar stöðuga æf- ingu, skapar það yður þann vana, að skrifa eitthvað á hverjum degi. Maður heyrir fyrrverandi blaðamenn sjaldan nota þá afsökun, að þeir séu að bíða eftir innblæstri. Spuming: Mig hefur alltaf langað til að skrifa, en ég er fjölskyldumaður og get ekki sagt upp vinnu minni og hætt á það að lifa af verkum mínum.. Hvað ætti ég að gera? 1 ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.