Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 7
FÉLAGSBRÉF
5
hinna erlendu félagasamtaka. Þau
hafa starfað síðan 1950, en stofnun
þeirra var ákveðin á ráðstefnu hald-
inni í Berlín í júní það ár, þar sem
mættir voru 118 kunnir rithöfundar,
listamenn, heimspekingar og vísinda-
menn frá 21 ríki. Auk þess mættu
þar sem gestir nokkrir menntamenn
austan yfir járntjald og lögðu sig með
því í mikla hættu. Eftir víðtækar rök-
ræður um vandamálin ákváðu fundar-
menn að vinna framvegis saman fyrir
verndun frjálsrar hugsunar og frjálsr-
ar menningar gegn þeim öflum, leynd-
um og ljósum, er ógnuðu þessum
mannréttindum.
Smágrein, sem forseti Frjálsrar
menningar í París, franski rithöfund-
urinn Denis de Rougemont, skrifaði á
fimm ára afmæli félagasamtakanna,
veitir ókunnugum nokkra innsýn í eðli
og tilgang félaganna. Þar segir m. a.:
„Allt frá því einræðisstefnur nútím-
ans fóru að láta að sér kveða, hafa
margir andans menn í Vesturlöndum
og Asíu aðhyllzt þá skoðun, að gagns-
laust sé að berjast gegn pólitiskum
öfgum, nema með því að vera öfga-
fullur sjálfur, — tilgangslaust að
reyna að kveða niður kommúnisma
með öðru en fasistískum aðferðum,
óhugsandi að berjast með árangri
gegn fasisma án þess að skipa sér í
raðir kommúnista. Slík áhætta vofir
auðvitað alltaf yfir, og það er ein-
ungis áhætta. Eigi að síður trúa
margir á sannleiksgildi þessarar skoð-
unar, og kjósa að draga sig í lilé af
ótta við þær geigvænlegu hættur, sem
af öfgunum stafa.
Starfsemi Congrés pour la Liberté
de la Culture síðustu fimm árin hef-
ur sýnt, að það er kleift að berjast
gegn ofbeldisstefnunum sem frjáls
maður. Og hún hefur líka sýnt, að
hægt er að sigrast á þeim tauga-
veiklaða uppgjafaranda, sem einkenn-
ir svo menntamenn vorra tíma.
Vér berjumst ekki gegn ríkisofbeld-
inu á „sameinuðum vígstöðvum“, þar
sem einstaklingunum sé fyrirskipað,
hvers konar réttlætistilfinningu þeir
eigi að hafa hverju sinni. Félagasam-
tök vor eru þvert á móti brennipunkt-
ur mjög mismunandi sjónarmiða. —
Spyrja mætti, hvað væri sameiginlegt
með heiðursforsetum vorum, Maritain
og Russel, Niebuhr og de Madariaga,
Jaspers og Croce. Sennilega ekkert,
fljótt á Iitið. Ekkert vígorð, heldur,
eins og John Dewey, hinn mikli eldri
samherji þeirra hefði sagt, sérstök
reynsla, hin vakandi og stríðandi þjón-
usta við mannlegt frelsi innan tak-
marka nútíma aðstæðna“.
Þá ræðir de Rougemont um starf
félagasamtakanna og segir siðan: „Ég
vil þó einkum leggja áherzlu á eina
staðreynd: þá, að tilvera félaga vorra
hefur ef til vill stuðlað í ríkara mæli
en flestum er Ijóst að því að breyta
andrúmsloftinu meðal andans manna
í Evrópu eftir stríðið. Ekki er langt
síðan undirgefni menntamanna undir
almætti óhagganlegrar söguþróunar
var ein af dagskipununum, einkum í
Evrópu. Frjálsum mönnum fannst þeir
einmana og einangraðir. 1 samtökum
vorum öðluðust þeir félagsskap, þar
sem þeir gátu starfað í fullu trausti
án þess að þurfa að draga fjöður yfir
skoðanir sínar og sjónarmið. Hér er
ekki um að ræða sértrúarflokk né tor-
trygginn stjórnmálaflokk, heldur, ef
svo má að orði kveða, net virkrar
vináttu, sem nær frá París til Tókíó,