Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 40
38 FÉLAGSBRÉF skoðunar. í þessu efni þurfa bandarísk ljóðskáld ekki að bera kinnroða fyrir sinn hlut. * SKÁLDSAGNAGERÐ Það er atbyglisvert, en engan veginn undarlcgt, að hið eiginlcga blómaskeið bandarískra bókinennta hófst eftir fyrri heimsstyrjöld. Styrjöldin rauf einangrun Ameríku, opnaði nýjan sjónhring og áður óþekkta möguleika. Bandarískir höfundar flykktust til Evrópu og kynntu sér beztu bókmenntir þar. Þessi nýju sainbönd voru þroskandi og vekjandi, eins og sjá má af þeim stóra liópi góðra bandarískra liöfunda, sem fram kom upp úr styrjöldinni. Nægir þar að nefna Ernest Hemingway, William Faulkner, John Dos Passos, F. Scott Fitzgerald, John Steinbeck, Robert Penn Warren, Willa Cather, James T. Farrell, Thomas Wolje, Thornton Wilder, Erskine Cald- well, Shenvood Anderson og Henry MUler. Hér er um að ræða svo furðu- lega bókmenntalega vakningu, að þess munu fá dæini. Bilið milli Henry James og Stephen Crane annars vegar og þessara böfunda liins vegar var brúað af nokkrum höf- undurn, sem markað liafa spor í banda- rískar bókmenntir: Edith Wharton, Wheodore Dreiser, Sinclair Lewis og Gertrude Stein. Karlmennirnir í þess- um hópi, Dreiser og Lewis, áttu það samnicrkt, að þeir voru natúralistar og róttækir ádeilumenn. Dreiser var lang- dreginn og klunnalegur liöfundur (kunni aldrei að skrifa), en bækur Iians búa yfir miklum örlagaþunga. Þær eru mjög misjafnar að gæðum, beztar eru „Sister Carrie", „An American Tragedy“ og „The Bulwark“. Lewis var miklu betri penni, og fyrstu bækur lians, t. d. „Babb- itt“, „Main Street“ og „Dr. Arrowsmith", eru sígildar. Hann fékk Nóbelsverðlaun- in fyrstur bandarískra rithöfunda (1930). Upp frá því fór bókum bans sihrak- andi. Edith Wharton var af auðugu há- stéttarfólki koinin og lýsti í fyrstu bók- uni sínum af lilífðarlausri hreinskilni tilgangsleysinu og auðnuleysinu í lífi æðri stéttanna. Hún hafði lært mikið af James. Bezta bók lienn- ar er „House of Mirth“, sem í ýmsu tilliti er einstæð í banda- rískum bók- menntum. Síð- ustu 15 ár ævi sinnar skrifaði þessi mikilhæfa skáldkona mest- megnis hégómaþvaður fyrir tizkublöð. Gertrude Stein er einn af brautryðjend- unum í bandarískri skáldsagnagerð. Hún var fyrsti höfundurinn, sem gerði alvar- legar tilraunir með ný form. Hún hafði í æsku lagt stund á sálfræði og rannsakaði þá einkum notkun og merkingu orða og hrynjandi í daglegu tali. Þessar rann- sóknirfærði hún sér í nyt í skáldverkuin sínum. Gertrude Stein liefur liaft gertæk áhrif á marga evrópska og bandaríska höfunda, þeirra á meðal James Joyce, Ilemingway og Sherwood Andcrson, Beztu bækur liennar eru „Tliree Lives“ og „The Making of Americans“. Hún var lengst af „útlagi“ í París. Rithöfundarnir, sem fram komu eftir fyrri heimsstyrjöld, voru jafnsundur- Gertrude Stein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.