Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 35
SIGURÐUR
A. MAGNÚSSDN:
Stiklað á stóru í bandarískum
bókmenntum
HAFI síð'ari helmingur 19. aldar fyrst
og fremst verið öld Rússa og
Frakka í bókmenntasögunni, þá iná
með nokkrum sanni segja, að fyrri
helmingur 20. aldar hafi verið öld
Bandaríkjanna. Þegar skyggnzt er yfir
hina stuttu sögu bandarískra bókmcnnta,
verður fyrir augum meiri og betri and-
legur gróður en margir þeir Evrópu-
menn ætla, sem bezt þekkja til tækni
og verklegrar menningar Bandaríkjanna.
Hins vegar er kannski ekki sanngjamt
að bera þau saman við einstakar þjóðir
í Evrópu, þar sem þau eru í rauninni
heil heimsálfa, í mörgu tilliti jafnsund-
urleit og Evrópa.
Fyrir nálega hálfri öld var oft talað
um Bandaríkin sem „bókmenntalega
Sahara-eyðimörk". Þá „flúðu“ sum heztu
skáld þeirra til Evrópu og „lögðust út“.
Frægastir og atkvæðamestir „útlaganna"
voru Henry James, .Ezra Pound og T.
s. Eliot. Nú er hins vegar svo komið,
að mörg góðskáld Evrópu hafa setzt
að vestan hafs. Bandaríkin eru orðin
Gósenland skálda og listamanna.
*
SÍÐASTA ÖLD
Eyðimerkur-líkingin var ekki að öllu
leyti réttmæt. Bandarikin ólu nokkur
stórskáld á siðustu öld, en þau áttu erf-
itt uppdráttar og nutu hvergi nærri sömu
virðingar eða hlunninda og stallbræð-
ur þeirra aust-
an hafs. Meðal
bandarískra stór-
skálda síðustu
aldar ber Her-
man Melville
(1819-’91) einna
hæst. Hann hlaut
ekki viðurkenn-
ingu fyrr en
tæpri hálfri öld
eftir fráfall sitt,
en er nú yfirlýst-
ur eitt mesta
skáld Bandaríkjanna fyrr og síðar.
Snilldarverkin „Moby Dick“, „Pierre“
og „Billy Budd“ eru orðin sígild, en
brautryðjandaverk hans í Ijóðagerð hefur
tæplega enn lilotið verðuga viðurkenn-
ingu. IValt Whitman (1819—’92) var ann-
ar af snillingum síðustu aldar, stórbrotið
og mjög frumlegt ljóðskáld, sem olli
straumhvörfum og vann sér ódauðlegt
nafn með ljóðasafni sinu „Leaves of
Grass“, er kom út í fjölmörgum aukn-
um og endurbættuin útgáfum. Hann
hefur haft víðtæk áhrif á Ijóðagerð
þessarar aldar bæði í Evrópu og Ame-
ríku.