Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 16
14 FÉLAGSBRÉF rannsókna, sem ég ætla að seint muni þoka aftur úr röðum þeirra manna, er fremst vinna að þessum efnum. Með ritverkum þessum hefst nýtt tímabií í rannsókn og túlkun íslenzkra fomrita, að þeim öllum ólöstuðum, sem um þessi efni höfðu fjallað fyrr. Að baki þess- ara verka liggur löng saga um nám og starf helgað þessum fræðum, allt frá stúdentsárunum í Kaupmannahöfn. En hér reyndi ekki að- eins á lærdóminn í fornum fræðum íslenzkum. Vísindaverk Sigurðar Nordals stendur miklu víðar djúpum rótum: í klassískum fræðum og fræðum miðalda, í bókmenntum, heimspeki og sálarfræði vorra daga. 1 beinu framhaldi af þessu kemur svo útgáfa Fornritafélags- ins af Islendingasögum og Heimskringlu, sem Sigurður hóf með útgáfu Egils sögu og stjórnaði síðan með atbeina ýmsra góðra lærisveina og samstarfsmanna. Þessum þætti lýkur með miklu riti um Islend- ingasögur, sem prentað var í safnritinu Nordisk Kultur. Með þessu er samt engan veginn allt talið, sem Sigurður hefur um þessi efni ritað. Hér mætti nefna hinar ágætu greinar hans um Bjöm úr Mörk, átrúnað Egils Skalla-Grímssonar, um Sturlu Þórðarson og Grettis sögu, Hrafnkötlu o. s. frv. Og síðast en ekki sízt upphafsbindið að ritinu Islenzk menning, en úr því fáum við að heyra stuttan kafla hér á eftir. Hér er um að ræða inngangsbindi að ritverki, er myndi hafa inni að halda meginniðurstöðumar af fræðistarfi Sigurðar Nor- dals um áratuga skeið — dregnar saman á einn stað. Ég hef í fáorðu yfirliti getið nokkurra helztu ritverka Sigurðar Nordals varðandi fornar bókmenntir Islendinga. En hitt er líka mik- ilsvert, sem hann hefur ritað mn hinar nýrri bókmenntir og höfuð- skáld á 19. og 20. öld. Vil ég hér fyrst nefna ritgerð hans „Matthías við Dettifoss“ frá 1921. Ég ætla að sú ritgerð hafi átt mikinn þátt í því að hefja skáldið Mattliías Jocliumsson til þess vegs meðal þjóð- arinnar, sem lionum að vísu bar, en skipaði naumast lengur í vit- und yngri kynslóðar. Ég ætla, að fáum mönnum hafi ljósara verið en Sigurði Nordal, að vér Islendingar megum allra þjóða sízt við því að missa sjónar af nokkru því, sem af snilld og hárri andagift hefur hugsað verið, ort og ritað í landi voru, hversu sem tímar breyt- ast og tízkum skiptir. Af líkum toga spunnar em ritgerðir hans um Grím Thomsen, Bjarna Thorarensen og Einar Benediktsson. Síðast en ekki sízt nefni ég hér hina miklu ritgerð hans um Stephan G. Stephansson, en hún er að mínu viti eitt liið frábærasta verk í sinni röð. Þetta, sem nú var talið, er samt aðeins nokkur hluti af því, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.