Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 41
FÉLAGSBRÉF 39 leitir og þeir voru snjallir. Dreiser og Lewis áttu nokkra efnilega arftaka. Þeirra helztir voru Sherwood Anderson, John Dos Pass- os, John Stein- beck og James T. Farrell. Þeir voru natúralistar og „öreigahöf- undar“, 6em mikiS kvað að um eitt skeið, en af einhverjiun ástæðum þvarr sköpunannáttur James T. Farrell. þeirra, og síð- ustu verk þeirra hafa orðið æ „þynnri“. Beztu bækur þeirra eru: „Wineshurg, Ohio“ (Ander- son), „U.S.A.“ (Passos), „Tortilla Flat“ (Steinbeck) og „Studs Lonigan“ (Farr- ell), sem er orðin klassísk á borð við „Babbitt“ eftir Lewis. í þessum hópi mætti e. t. v. líka nefna Erskine Caldwell. Hann skrifaði einkum um bláfátæka bændur Suðurríkjanna og dró upp óhugnanlegar myndir af kjörum þeirra. Bezta bók hans mundi vera „Tobacco Road“. William Faulkner er líka Suðurríkja- maður. Hann er vafalítið bezti banda- ríski rithöfundurinn síðan Henry James leið. Hann þykir torlesinn nokkuð, en verk hans eru innblásin kynngikrafti, sem hefur þau í æðra veldi. I skáld- skap hans fer saman trúræn dulhyggja, sterk söguleg tilfinning og djúp samúð með lítilmagnanum. Beztu verk hans eru „The Sound and the Fury“, „As I Lay Dying“, „Light in August“ og „Go Down Moses“. Annar höfundur, frá Suðurríkjunum, sem mikið hefur kveðið að, er Robert Penn Warren. Hann fjallar einkum um þjóðfélags- vandamál í skáldsögum sínum. Beztar eru „Niglit Rider“ og „All the King’s Men“. Áratugurinn eftir lok fyrri heims- styrjaldar hefur orðið frægur uridir nafn- inu ,Jazz-öldin“. Það var öld lióflausra skemmtana og almenns kæringarleysis. Helzti talsmaður og átrúnaðargoð þessa timabils var F. Scott Fitzgerald, sem á ungum aldri reit nokkrar frábærar skáldsögur um samtímann, t. d. „The Great Gatsby“ og „This Side of Para- dise“. Örlög þessa efnilega höfundar, sem var dæmigerður sonur aldarinnar, voru hörmuleg, en beztu verk hans lifa sem óbrotgjarn minnisvarði um 6nilligáfu, sem var sóað langt fyrir ald- ur fram, Hemingway kom líka fram á þessum árum eftir rækilega skólun í París. Hann „sló í gegn“ ineð „The Sun Also Rises", sem um sumt svipar til verka Fitzgeralds. En hann átti marga strengi í fiðlu sinni og hef- ur leikið á þá hvern af öðrum. Viðfangs efni hans er fyrst og fremst dauð- inn, hvernig menn megi verða við honum með karl- mennsku. Hann hcfur þróað sinn eigin sérkennilega stíl, sem margir hafa reynt að apa, en jafnan með hörmulegum árangri. Thomas Wolfe gerði nokkurn usla í bókmenntaheiminum á árunum milli 1930 og 1940, en hróður hans var skammlífur. Hann hafði óvenju næma athyglisgáfu og ólgandi tilfinningar, en John Steinbeck.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.