Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 17
FÉLAGSBEÉF 15 Sigurður hefur ritað um nýrri bókmenntir og höfimda. Ef til vill er ekki minnst um vert það, sem hann hefur til þessara mála lagt og aldrei verður á bækur skráð. Það er á margra manna vitorði, að um áratugi stóð Sigurður í nánu sambandi við img og upprennandi skáld, rithöfunda og listamenn, sem sóttu hann að ráðum, leituðu til hans með verk sín og vandkvæði. Slíkt trúnaðarstarf hefur vafalaust ekki verið auðvelt, krafizt mikils tíma og enn meiri nærfærni, ekki alltaf þakklátt, en að líkindum hefur það stimdum verið nógu skemmti- legt. Hér hefur Sigurði að góðu lialdi komið, að hann hefur alla tíð vel kunnað að vera með ungum mönnum og setja sig í þeirra spor, sjálfur manna yngstur í anda, þótt árum f jölgaði, hugkvæmur, smekk- vís og laus við fordóma flestum mönnum fremur. Ég vék að því nær upphafi þessa máls, að fyrir um 40 árum síðan hefði þjóðlíf vort verið í daufara lagi og viðbrigði mikil að koma beint frá vettvangi hinna stórkostlegustu og örlagaríkustu viðburða inn á lygnu fásinnisins heima á íslandi. Okkur, sem vön erum því frá síðari ánmi að sofna frá ærnum skarkala og vakna að morgni við gnýjandi dyn alls konar véla, hættir sumum fulloft til þess að rugla saman sjálfu lífinu og hávaða þeim, sem því vill fylgja, taka jafnvel hávaðann í misgripum fyrir lífið sjálft. Skarkali og fyrir- gangur eru gangslaus mælikvarði á fyllingu tilverunnar, raunveru- legt gildi hennar. Ef við af alúð reynum að gera okkur grein fyrir þjóðlífi voru um og eftir 1918, dylst ekki, að furðumikill gróandi leyndist með þessu tilbreytingarsnauða, lágkúrulega og hljóðláta lífi, gróandi í sjórnmálum og atvinnuefnum, í skáldskap og menntun. Á þessu ári, 1918, varð Island sjálfstætt ríki, svo að segja öllum á óvænt. Mér er nær að ætla, að enginn atburður í liinni nýrri sögu vorri hafi orkað jafnkröftuglega á þjóð vora. Næstu 12 árin voru svo sem engin veltiár. En ef við setjum okkur fyrir sjónir hina fá- tæklegu athöfn við Lækjartorg 1. des. 1918 og alþingishátíðina á Þingvöllmn 1930, þá dylst ekki, að hér hafði ærið miklu fram þokað. Fámenn þjóð og lítilla úrkosta þarfnast umfram allt virðingar fyrir sjálfri sér, trúar á hlutverk sitt í framtíð, fyrirlieits, sem við blasir ofar og utar daglegri önn. Sú viðreisn, sem hér varð á þessum árum, á sér mikla sögu og þar koma margir ágætir menn við atburði. Einn þeirra er Sigurður Nordal. Ég hef þegar nefnt ýmis verk hans, þar sem hann á áhrifamikinn hátt freistaði þess að gera menningarleg afrek liðinna kynslóða og alda að leiðarljósi í sókn fram til nýs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.