Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 48

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 48
46 FÉLAGSBRÉF yrði of áhrifalítil eSa óheil til þess að megna að fœra heim réttlætiö pyntaðri þjóð, eða þvingunartæki okkar of léleg, þá er það von mín, að mótspyrna Ungverja megi stand- ast, unz hið gagnbyltingarsinnaða stjómarfar hrynur alls staðar í austri undan sínum eigin mótsögnum og lygum. Látlausar mannfórnir. Því að þaS er gagnbyltingarstjóm- arfar, sem mn er að ræða. Hvað annað er hægt aS kalla þetta stjóm- arfar, sem neyðir föSur til að fram- selja son sinn, son til að krefjast dauSarefsingar yfir föðumum, eigin- konu til aS bera vitni gegn manni sínum, — stjómarfar, sem gerir starf ríkisnjósnarans aS dyggð? Ut- lendir skriSdrekar, lögregla, tvítug- ar stúlkur hengdar, forastumenn verkalýðsins keflaðir og fangelsaðir, rithöfundar fangelsaðir og fluttir í útlegð, dagblöð full af lygum, fanga- búðir, ritskoSun, dómarar fangelsað- ir, glæpamaðurinn setur lög, gálginn hvar sem litið er — er allt þetta sósíalismi eða hinn bjarti dagur frelsis og réttlætis. Nei. YiS vissinn og vitum það, að allt þetta era hinar sífelldu mann- fórnir trúarofstækismanna. Sósíalism- inn í Ungverjalandi er í dag í út- legS eða í fangelsi. Ómerkilegir harðstjórar læSast um stjómarráðsbyggingamar, gráir fyrir járnum, skjálfandi af ótta heyri þeir orSið frelsi, og tryllast, ef minnzt er á sannleika. Sönnun þess er, að dag- urinn í dag, 15. marz, sem er dagur sannleika og ósigrandi frelsis fyrir alla Ungverja, hefur ekki verið ann- aS en langur skelfingardagur fyrir Kadar. Samt hafa þessir harðstjórar, með aðstoð samstarfsmanna á Yestur- löndum, sem ekki þurfti aS þröngva til að láta eldmóð sinn í ljós, hulið starfsemi sína reykskýi. Ef eitthvað athugavert virtist koma í ljós úr dimmunni, þá voru þeir, eða túlkar þeirra á Vesturlöndum fljótir að skýra það fyrir okkur, aS allt mundi lagast á næstu tíu kynslóSum eða svo, en þangað til horfðu allir fullir bjartsýni til framtíðarinnar, að yfir- sjón hinna útlægu hefSi verið sú, að tefja dálítiS þessa sigurgöngu, að þeir, sem drepnir höfðu verið, hefðu verið algcrlega sammála líflátsdóm- xun sínum, aS menntamennimir vegna rökvísi sinnar væm hæst á- nægSir með að vera keflaðir og loks, aS almenningur væri himin- glaður við strit sitt, því að sögulega séð væri það skynsamlegt, jafnvel þó að hann þyrfti aS vinna fyrir sultarlaunum og vinna yfirvinnu. En svo kom aS því, að fólkið fór sjálft að láta í sér heyra. Það fór að tala í Berlín, Tékkóslóvakíu, Poznan og loks í Búdapest. Og á sama tíma og sömu stöðum rifu menntamenn úr sér ginkeflin. Og báðir aðilar lýstu því einróma yfir, aS þeir væra ekki á framfarabraut, heldur öfugt, að manndrápin, nauð- ungarflutningamir og þrælkuhin hefði engu áorkað, og að héðan í frá yrSu allir að fá að þekkja sann- leikann og frelsið, ef tryggt ætti að vera, að starfað væri í rétta átt. Og þá, við fyrsta uppreisnarkallið í frjálsri Búdapest, var feykt út í buskann hinum endalausa blekkinga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.