Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 29
FÉLAGSBRÉF 27 hvað sem það nú var. Sólborg hætti að þeyta rokkinn þegar hann kom. Hún horfði á hann grábláum blíðlegum augum og heilsaði honum. Hún tók honum alltaf vel þegar hann kom og gaf honum beiskan brjóstsykur. Honum fannst ekki varið í hann þótt hann þægi hann af því hann vildi vera prúður við Sólborgu. — Ég er með bréf til þín, sagði hann. — Ertu með bréf til mín, sagði hún. — Það er frá Jónasi, sagði hann og rétti henni bréfið. — Yið erum einir heima af því mamma og pabbi fóru að jarðarförinni hans frænda míns. — Já, sagði hún og lagði bréfið á rúmið hjá sér. Hún hafði roðn- að skyndilega og hélt áfram að fölna og roðna og það virtist vera alveg óstöðvandi. — Viltu ekki lesa það, sagði hann. — Ég les það seinna. — Ég var beðinn að taka svar ef svo verkaðist. — Farðu á meðan ég les það og lokaðu hurðinni. Hann settist. fram í baðstofuna og beið. Það leið góð stund unz hann lieyrði rokkliljóðið að nýju; jafnan þeyting innan úr kamers- inu. Húsfreyjan kom inn. Hún var með bréfpoka sem hún fékk honum. Pokinn var volgur og það voru fitublettir á honum. — Þetta eru kleinur og ég lét svolítinn sykur á þær svo þær yrðu bragðbetri. — En ég .... — Uss, þú getur haft þær með þér og maulað þær á leiðinni eða þegar þú kemur lieim. Þú getur gefið Jónasi af þeim ef þú vilt. Rokkliljóðið þagnaði eins skyndilega og það liófst. Drengurinn von- aði að Sólborg kallaði á hann. Hann vildi gjarnan geta glatt Jónas með einliverju sem gæti heitið svar. — Ég hef ómögulega lyst á þeim, sagði liann. — Láttu nú ekki svona. Sólborg kom fram úr kamersinu. Hún var mjög lieit í andliti og drengurinn stóð upp með kleinupokann í hendinni. Hann hjóst við liún væri komin til að fá honuin svarið. Sólborg gekk að eldavélinni og tók báðum liöndum um kaffikönnuna. Drengurinn settist aftur. — Þau hafa farið snemma í morgun, sagði Sólborg. — Já, nokkuð. — Hver hugsar um kýrnar. — Jónas mjólkar þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.