Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 47 vef, hinum fölsku rökum og hinni grunnfæru heimspeki. Og nakinn sannleikurinn, svo lengi svívirtur, var öllum heimi ljós. Valdhafarnir, fullir mannfyrirlitn- ingar, sem ekki einu sinni skildu, að þeir voru að svívirða verkalýðinn höfðu fullvissað okkur um, að fólkið mundi una sér vel án frelsis, ef það aðeins fengi brauð. Og allt í einu svaraði það sjálft, að það hefði ekki einu sinni brauð, en þó svo væri, væri það ekki nóg. Því að það var enginn hálærður prófessor, heldur jámsmiður í Búdapest, sem skrif- aði: „Eg vil, að litið sé á mig sem fullorðinn mann, er vill hugsa og getur það. Eg vil geta látið hugs- anir mínar í ljós án ótta, og ég vil einnig, að hlustað sé á mig“. Með sífelldum áróðri var reynt að sannfæra menntamennina um það, að enginn sannleikur væri til annar en sá að þjóna málefninu. Þeir svöruðu með eftirfarandi eiði, sem þeir unnu á gröf félaga sinna, sem drepnir vom í þágu þessa málefnis: „Aldrei framar, jafnvel ekki undir pyntingum og ógnumun, né vegna misskilinnar hollustu við málefnið, munum við segja neitt nema sann- leikann". (Tibor Merai á gröf Rajks). Aftölcupallurinn er ekki leið til frelsis. Hér eftir er málið ljóst. Þessi hrjáða þjóð tilheyrir okkur. Ung- verjaland er í dag það sama fyrir okkur og Spánn var fyrir 20 árum. látils háttar blæbrigði, orðalagsbrell- ur eða lærðar röksemdafærslur, sem reynt er að afbaka með sannleikan- um, skiptir okkur engu. Togstreita milli Rakosis og Kadars hefur ekkert að segja. Báðir eru þeir af sama sauðahúsi. Og þó að ferill Rakosis sé e. t. v. enn blóði drifnari, þá verður það ekki lengi. Það skiptir litlu, hvort manndráp- arinn eða ofsækjandinn heldur um stjórnartauminn. Ungverjar munu skoða þá báða sem jafnmikla fjand- menn frelsisins. Því miður verð ég að vera svart- sýnn spámaður í þessu sambandi og valda sumum af áhugasömustu vinum mínum vonbrigðum, en það eru eng- ir möguleikar fyrir neins konar þró- un í alræðisríki. Eina „þróunin", sem ógnarstjórn veldur, er í áttina til einhvers verra. Höggstokkurinn býður ekki upp á neitt frjálslyndi, og gálginn ekkert umburðarlyndi. Hvergi í heiminum hefur komið fram maður eða flokkur með al- ræðisvald í höndiun, að hann hafi ekki notað það út í æsar. Það, sem einkennir alræðisríkið, hvort sem það er til hægri eða vinstri, er fyrst og fremst, að þar er aðeins einn flokkur, og sá eini flokk- ur hefur enga ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Það er þess vegna, að hið eina þjóðfélag, þar sem þrifizt getur frjálslyndi, og þróun orðið, er það þjóðfélag, sem byggt er á fleiri en einum flokki, og aðeins slíkt þjóðfélag á að njóta stuðnings okk- ar beint og óbeint. Aðeins það getur tryggt, að fordæmdir séu glæpir og óréttlæti og refsað fyrir slíkt. Að- eins það gefur möguleika á, að for- dæmdar séu pyntingar, þessi sví- virðilega aðferð, jafnfyrirlitleg í Al- sír og Búdapest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.