Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 51
félagsbréf 49 höndina til að bjarga honum frá óförum og dauSa. Þegar Chepilov rá'öherra kom heim frá París, þá gerðist hann svo djarf- ur að skrifa, aö tilgangur vestrænn- ar listar væri að eyðileggja sálina og þjálfa slátrara af hvers konar gerð. En það má láta hann vita, að listamenn okkar hafa a. m. k. aldrei slátrað neinum og eru svo dreng- lyndir að saka ekki kenningar sósíal- ísks realisma um þau morð, sem framin hafa verið eða hylmað yfir af Chepilov og lians nótum. Sannleikurinn er sá, að hjá okkur er rúm fyrir hvað sem er, jafnvel það illa, og jafnvel fyrir rithöfunda Chepilovs, en þó einnig fyrir and- legt frelsi. En á menningarsvæði Stalins er ekki rúm fyrir neitt nema fyrirlestra hinna útvöldu, tilbreyt- ingarlaust líf og áróðurspésa. En ef einhverjir kynnu að vera í vafa, þá hafa ungverskir rithöfundar nýlega lýst yfir þessu af húsþökunum, áð- ur en þeir tóku sína lokaákvörðun, þar eð þeir kjósa heldur að þegja en ljúga eftir fyrirskipunum. Það verður erfitt fyrir okkur að sýna, að við séum verðir hinnar Ungversku fórnar. En við verðum að reyna það, þegar Evrópa loks hefur sameinazt, með því að gleyma deil- um okkar, með því að glíma við ágalla okkar eins og gera ber, með því að auka sköpunarmátt okkar og efla einingu okkar. Og loks munum við svara þeim, sem hafa viljað níða okkur og fá okkur til að trúa því, að sagan geti réttlætt ógnarstjóm, svara þeim með okkar bjargföstu trú, trú, sem við nú vitum, að við eigum sameiginlega með ungversk- um og pólskum rithöfundum, já, og jafnvel rússneskum, sem einnig era keflaðir. Trú okkar er sú, að nú sé í upp- siglingu í heiminum, samhliða öflum ófrelsis og dauða, sem hvíla eins og skuggi á mannkyninu, öfl bjartsýni og lífs, sterk frelsishreyfing, sem kölluð er menning og er ávöxtur hugsanafrelsis og athafnafrelsis í sameiningu. Daglegt starf okkar og köllun um langa framtíð mun verða það, að auka við þessa menningu en svipta hana engu, ekki einu sinni um stund- arsakir. En stoltasta skylda okkar er að vernda sjálfir og unz yfir lýkur frelsi þessarar menningar, athafna- frelsi og sköpunarfrelsi, gegn öflum ófrelsis og dauða, hvaðan sem þau koma. Þessir ungversku menntamenn og verkamenn, sem við hyllum í dag, svo máttvana í sorg okkar, hafa skil- ið þetta og látið okkur skilja það betur en áður. Því er það, að þó að ófarir þeirra séu einnig okkar ófar- ir, þá eigum við einnig vonir sam- eiginlegar þeim. Þrátt fyrir eymd sína, útlegð og fjötra. hafa þeir látið okkur eftir stórfenglega arf- leifð, sem við verðum að verðskulda, frelsið, sem þeir hafa ekki kosið, en veittu okkur á einum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.