Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 19 ykkur það í einlægni, að þegar mér var skrifað til Hafnar um þetta fyrirhugaða kynningarkvöld í Þjóðleikhúsinu, þá svaraði eg aftur, að þeir góðu menn skyldu ekki láta sér detta sú fjar- stæða í hug að taka svo stórt húsnæði, því að þeir fengju ekki í það hálft. Þess vegna finnst mér ekki sízt ástæða til þess að þakka öllum þeim, sem hafa komið hér í kvöld. Eg get ekki launað þetta allt saman með neinu öðru en því að reyna að verða að minnsta kosti ekki verri maður eftir en áður. Að eg verði betri, er víst því miður allt of mikil ofætlun á mínum aldri. Þegar eg hugsa um ýmislegt, sem hér hefur verið sagt í kvöld og borizt mér í dag og svo framvegis, þá verð eg víst að trúa því, að eg hafi upphaflega fengið talsvert pund að ávaxta. Hitt veit eg betur en nokkur annar, að þetta pund hefur allt orðið að lóðum og kvintum, eða hvað það nú heitir, í mínum höndum. Eg hef dreift kröftum mínum svo, að allt of lítið hefur komið í hvern stað. Þess vegna er það, að þegar eg á afmæli, — og eg á ekki sérstaklega við daginn í dag, sem eg hef haft svo lítið ráðrúm til þess að vera með sjálfum mér, heldur venju- lega afmælisdaga, — þá reyni eg að hugsa helzt ekki um annað en það, sem dagurinn er til minningar um: þegar eg fæddist, — að eg kom inn í þennan heim sem lítill rauður böggull, nakinn, hrínandi og ósjálfbjarga, og átti ekki nema tvennt dýrmætt til í fari mínu, augu, sem voru gleraugnalaus, og andlit, sem var grímulaust. Ef það hefur orðið svo, að eg hafi gert allt of lítið af hverju einu, sem eg hef tekið mér fyrir hendur, er það fyrst og fremst vegna þess, að mig hefur langað til annars meira en nokkurs af því, nefnilega til þess að vera manneskja, og mér liggur við að segja til þess að vera alltaf barn. Mér finnst börn, þangað til umhverfið er farið að sljóVga þau og sníða til, vera það dásamlegasta, sem til er. Og eg ætla að vona eða vildi óska, þegar eg kem til Sankti Péturs, hvernig sem því reiðir nú annars af, innan um aðra gamla karla, og hann segir þetta við einn og þetta við hinn um það, hvernig þeir séu útleiknir eftir heiminn, — þá segi hann eitthvað á þessa leið við mig: „Jæja, skepnan mín, þú hefur ekki þurft að ganga í barndóm, því að þú hefur aldrei komizt úr honum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.