Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 14

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 14
12 FÉLAGSBRÉF ugt með að setja okkur fyrir sjónir á ný lífið á þessu landi eins og það var fyrir svo sem 40 árum síðan. Mikla áreynslu þarf til þess að lifa sig á ný inn í gömul viðhorf. Menn veigra sér líka oftast við því, bera það lielzt við á sérstökum tyllidögum og auðvitað með misjafnlega góðum árangri. 1 dag er einn slíkur tyllidagur. Ég vil minnast þess, þegar Sigurður Nordal kom liingað heim haustið 1918, eftir langa dvöl erlendis, og gerðist kennari í íslenzkri tungu og bók- menntum við háskóla vorn, maður ungur að árum en þroskaður að menntun og framaður að lærdómi í mörgum efnum umfram sína jafnaldra, jafnvel flesta eða alla menn sér samlenda. Á þessum árum, eins og reyndar enn í dag, var það fágætt, að menn dveldust árum saman við erlenda liáskóla að loknu embættisprófi, legðu stund á lieimspeki og nýjar og klassiskar hókmenntir. Að sjálfsögðu gæti líka brugðizt til beggja vona um árangurinn af slíkri útivist. Sumum heppnast vel það sem öðrum gefst til lítilla nytja. En hér var að vísu um að ræða viðbúnað að frábærlega glæstum starfsferli. Ég man ekki lil þess, að ég liafi nokkru sinni átt tal við Sigurð Nordal um það, liversu það liafi eiginlega orkað á hann að koma heim í þetta vindliæli utan úr stórviðrum heimsstyrjaldarinnar fyrri í Þýzkalandi og Englandi. Koma beint frá dvöl í höfuðsetrum vestrænna mennta í fásinnið, sem beið lians liér. Ég hætti ekki á að reyna að bregða upp fyrir ykkur, góðir álieyrendur, mynd af lífinu í Reykjavík fyrir svo sem 40 árum. Þið, sem ung eruð, mynduð að líkindum ekki trúa mér, en ykkur hin, sem eldri eruð, rámar sjálfsagt nægilega vel í gamla daga, svo að ég, aðkomumaðurinn, myndi þar lítið um bæta. 1 raun og veru skiptir það h'ka ekki miklu máli, lieldur hitt, liversu liann brást sjálfur við því umhverfi og því verkefni, sem beið hans hér. Mitt hlutverk myndi því fremur vera að benda stuttlega á það, hve liann sjálfur orkaði á Reykjavík, á þjóðina alla. Við erum í raun og veru saman komin til þess að minnast þess hér í kvöld. Og hér þarf ekki í neinar grafgötur að ganga. Verkin sjálf bera þessu ljós vitni. Með fyrirlestrum sínum Um einlyndi og marglyndi, er liann flutti í Bárunni gömlu veturinn 1918—1919, lireif hann álieyrendur sína fast, svo að óhætt má fullyrða, að enginn íslenzkur maður hafi kvatt sér hljóðs við því líkar undirtektir. Hér var um að ræða sálfræðilegt efni, í sjálfu sér þungt og flókið, en túlkað af slíkri nærfærni við fáfróða áheyrendur, sett fram af skarpri at- hugun og persónulegri innlífun, í ljósu máli og með skemmtilegum og áhrifaríkum flutningi, svo að því líkt var sem tjaldi væri svipt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.