Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 57
FÉLAGSBRÉF
55
skáldsögu þannig, að hún sé upp-
diktuð saga, sem eitthvað tjáir, og
nógu skemmtileg til að halda athygli
lesandans og ristir nógu djúpt til
að hafa varanleg áhrif á hann. Sum-
ir hafa sjálfsagt meðfædda frásagn-
argáfu, en ég held því fram, að meiri
hluti skáldsagnahöfunda ávinni sér
annaðhvort með iðni og ástundun eða
góðri leiðsögn, hæfileika til að skrifa
svo vel gerða sögu, að fleiri en höf-
undurinn sjálfur hafi gaman af
henni. Og ef nógu margir hafa gam-
an af henni, þá má vel gera ráð
fyrir, að a. m. k. einn þeirra sé
bókaútgefandi.
Sennilega munu allir höfundar
hafa einhverja meðfædda hæfileika,
jafnvel þó að ekki sé nema gáfa
til að gera mun á orðum, en það
er vafasamt, hvort nokkur, sem kom-
ið hefur smásögu eða skáldsögu á
prent, hafi náð þeim hæfileika án
lengri eða skemmri þjálfunar.
Slík skólaganga í skáldsagnagerð
ásamt frásagnarhæfileikum kallar
fram alla hæfileika mannsins á þessu
sviði. Óþolinmæði, ónóg skólun eða
leti við að sitja við ritvélina dag
eftir dag og ár eftir ár geta auð-
veldlega vegið á móti hinum beztu
hæfileikum eða hinni sterkustu
ástríðu. Ef svo ber við, kann svo að
fara, að löngunin til að skrifa hald-
ist, en getan verður lítil og ekkert
kemst í verk. Af því kann að leiða,
að líf mannsins verður kyrkingslegt
og gleðisnautt.
Skáldsögur eru skrifaðar og munu
verða skrifaðar. Margir hinna nýju
rithöfunda munu verða fólk á öllum
aldri, sem uppgötvar, að einn af
leyndardómum skáldsagnagerðar er
að læra af æfingu, hvemig túlka
skuli hugsanir sínar og tilfinningar,
fólk, sem þjálfar sig, unz það skrif-
ar svo góðar sögur, að menn vilja
lesa þær og gefa þær út.
II.
Allir rithöfundar fá bæði sníkju-
bréf og bréf frá aðdáendum, meira
eða minna af hvorum. Sjálfur hef
ég fengið 9 vingjamleg bréf á móti
hverju einu skammabréfi. Síðan 1929,
þegar fyrsta skáldsaga mín kom út,
hef ég fengið 10 slík bréf á viku
að meðaltali. Á 20 árum urðu þetta
um 10 000 bréf, og innihald þeirra
hefur verið allt frá taumlausu lofi
til algerrar fordæmingar. Ég hef
ekki haft tíma og stundum ekki löng-
un til að svara svo miklu sem helm-
ingnum af þeim. Ég á alveg víst, að
um þriðjungur af bréfum þessum em
beiðnir um peninga eða um rithand-
arsýnishom, eða menn leita ráða
um einkamál sín og störf.
Eftirfarandi spumingar eru dæmi
um þær algengustu og venjulega
svipað orðaðar. Margar þeirra eru
líka algengar hjá skólafólki og blaða-
mönnum og öðrum, sem segjast hafa
áhuga á einkalífi og starfsháttum
rithöfundar.
Spuming:
Vinir mínir segja mér, að líf mitt
hafi verið mjög merkilegt, og ég er
einnig þeirrar skoðunar. Ég hef aldr-
ei séð neitt líkt því, hvorki í kvik-
mynd né bók. Viljið þér skrifa ævi-
sögu mína, ef ég læt yður í té ölj
gögn?