Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 62
CJL CLi:
Hagfræði framtíðarinnar
k síðustu tíu árum hafa í flest-
um löndum orðið örar efna-
hagslegar framfarir. Það eru mik-
il umskipti frá árunum 1930—40,
tímabili kreppu og atvinnuleysis,
sem stjórnarvöld þeirra tíma verða
að hera ábyrgð á. Langvarandi
erfiðleikar þessara ára urðu að
vissu marki til þess, að nokkrir
menn í ýmsum löndum fóru að
gera ráð fyrir, að tímabili efna-
hagslegra framfara í heiminum
væri lokið, og kyrrstaða yrði ríkj-
andi í framtíðinni.
Þó að ávallt sé allmikið um
fátækt og atvinnuleysi, er nú svo
komið,\ að í flestum löndum eru
efnahagslegar framfarir taldar
sjálfsagðar. Hinn almenni borg-
ari liefur í raun og veru rétt til
að vænta þess, að þeim, sem ráða
yfir efnahagsmálum þjóðar hans,
muni takast að halda framförun-
um áfram með þeim auðæfum og
tækni, sem þeir hafa yfir að ráða,
og hann hefur fulla lieimild til
þess að gagnrýna þá, ef þeim ekki
tekzt það.
Þó eru takmörk fyrir því, live
framleiðsluafköstin geta aukizt.
Ef framleiðsluafköstin eru miðuð
við vörumagn og vinnu á hverja
vinnustund, sést t. d., að þau hafa
aukizt jafnt og þétt í Bandaríkj-
unum um 2%% á ári. Svipað er
að segja um flest önnur iðnaðar-
lönd. Það er sjaldgæft, að aukn-
ingin nemi 3%, og um hærri tölu
er ekki að ræða nema við sér-
stakar aðstæður. 1 Sovét-Rúss-
-------1-------------------- COLLIN CLARK --------------—-----------------—
er ástralskur hagfræðingur fæddur 1905. Hann hefur verið kennari við ýmsa há-
skóla í Ástralíu og hagfræðilegur ráðunautur brezku ríkisstjórnarinnar. 1953 varð
hann forstjóri The Institute for Research in Agricuhural Econóniics. Ilann hefur
samið nokkrar bækur um hagfræði og tölfræði, starfar Við EncóUnter og er með-
liniur Frjálsrar menningar í Englandi.