Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 27
FÉLAGSBRÉF 25 — Það er stundum Letra að skrifa. — Á ég að bíða eftir svari. — Hún ræður því; segðu samt þú lialdir þú liafir átt að fá svar.. — Af hverju á ég ekki að vera ákveðinn. — Sko; gerðu'eins og ég bið þig og segðu aldrei neinum frá því. — Þú mátt treysta mér. Hann skrifaði bréfið á hné sér og bleytti blýið með tungunni öðru hverju. Hann var lengi að skrifa og leit oft til drengsins sem horfði stöðugt á hann við skriftirnar án þess að hugsa nokkuð sérstakt. Jónas þurfti að bíða töluvert eftir réttum orðum, en liann spurði drenginn ekki neins af því liann var ennþá mjög ungur. Hann lagði blöðin frá sér á rúmið livert eftir annað unz hann liafði skrifað fjögur. Að því búnu náði liann í umslag, skrifaði utan á það, stakk bréfinu í það, sleikti límræmuna vandlega og lét stóra linefa sína pressa lokið niður. Drengurinn fylgdist stöðugt með því sem hann gerði. Jónas fékk lionum bréfið og hann stakk því inn á sig. — Týndu því nú ekki, sagði Jónas. — Ég skal lialda um það í vasanum. — Og láttu engan sjá þegar þú færð henni það. — Á ég að kalla á liana afsíðis. — Ætli hún verði ekki í kamersinu sínu. — En ef hún verður ekki í kamersinu. — Þá skaltu gefa lienni í skyn þú viljir tala við hana einslega- Það var stutt á milli bæjanna og enn var ekkert sólskin en snjór- inn var bjartur og kaldur og brakaði í honum undir fótum lians. Hundurinn var ekki með lionum eins og venjulega af því hann hafði farið með foreldrum hans. Hann hélt um bréfið í vasa sínum á leið- inni og það varð fljótt heitt og þvalt undan lófa hans. Hann var heimagangur á Ytra Hóli og vissi það mundi ekki vekja sérstaka atliygli þótt hann kæmi þangað sem snöggvast. Það var nokkuð lengi verið að koma til dyra og hann vonaði Sólborg fyndi ekki þvala af bréfinu. Hann tók það upp úr vasa sínum til að kæla það, en stakk því aftur inn á sig þegar liann heyrði fótatak í göngunum.. Það hringlaði í lokunni og húsfreyjan kom í dyrnar. — Sæl vertu ólöf, sagði liann. — Sæll vertu Dengsi. — Mér datt í liug að koma af því mamma og pabbi eru ekki heima- — Fóru þau að jarðarförinni. — Já.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.