Félagsbréf - 01.01.1957, Side 29
FÉLAGSBRÉF
27
hvað sem það nú var. Sólborg hætti að þeyta rokkinn þegar hann
kom. Hún horfði á hann grábláum blíðlegum augum og heilsaði
honum. Hún tók honum alltaf vel þegar hann kom og gaf honum
beiskan brjóstsykur. Honum fannst ekki varið í hann þótt hann
þægi hann af því hann vildi vera prúður við Sólborgu.
— Ég er með bréf til þín, sagði hann.
— Ertu með bréf til mín, sagði hún.
— Það er frá Jónasi, sagði hann og rétti henni bréfið. — Yið
erum einir heima af því mamma og pabbi fóru að jarðarförinni
hans frænda míns.
— Já, sagði hún og lagði bréfið á rúmið hjá sér. Hún hafði roðn-
að skyndilega og hélt áfram að fölna og roðna og það virtist vera
alveg óstöðvandi.
— Viltu ekki lesa það, sagði hann.
— Ég les það seinna.
— Ég var beðinn að taka svar ef svo verkaðist.
— Farðu á meðan ég les það og lokaðu hurðinni.
Hann settist. fram í baðstofuna og beið. Það leið góð stund unz
hann lieyrði rokkliljóðið að nýju; jafnan þeyting innan úr kamers-
inu. Húsfreyjan kom inn. Hún var með bréfpoka sem hún fékk
honum. Pokinn var volgur og það voru fitublettir á honum.
— Þetta eru kleinur og ég lét svolítinn sykur á þær svo þær yrðu
bragðbetri.
— En ég ....
— Uss, þú getur haft þær með þér og maulað þær á leiðinni eða
þegar þú kemur lieim. Þú getur gefið Jónasi af þeim ef þú vilt.
Rokkliljóðið þagnaði eins skyndilega og það liófst. Drengurinn von-
aði að Sólborg kallaði á hann. Hann vildi gjarnan geta glatt Jónas
með einliverju sem gæti heitið svar.
— Ég hef ómögulega lyst á þeim, sagði liann.
— Láttu nú ekki svona.
Sólborg kom fram úr kamersinu. Hún var mjög lieit í andliti og
drengurinn stóð upp með kleinupokann í hendinni. Hann hjóst við
liún væri komin til að fá honuin svarið. Sólborg gekk að eldavélinni
og tók báðum liöndum um kaffikönnuna. Drengurinn settist aftur.
— Þau hafa farið snemma í morgun, sagði Sólborg.
— Já, nokkuð.
— Hver hugsar um kýrnar.
— Jónas mjólkar þær.