Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 14
NÝJUNGAR í ATVINNULÍFINU Verkefniö Lifrænt samfélag kynnt umhverfisráöherra á fundi 20. júli sl. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Aöalsteinn Guömundsson, forstööumaöur Grænmetis hf., Stefán Gunnarsson, bóndi á Dyrhólum, greinarhöfundur, Gunnar Ágúst Gunnarsson, Jón H. Karlsson, aöstoöarmaöur heilbrigðisráöherra, Össur Skarphéöinssn umhverfisráö- herra, Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri, Benedikt Sigurbjörnsson, verkefnisstjóri Átaksverkefnis Mýrdælinga, og Guömundur Elíasson, oddviti Mýrdalshrepps. Björn Pálsson i Hraömyndum tók myndina fyrir Sveitarstjórnarmál. rekstur á snyrtiaðstöðu vestan undir Reynisfjalli en þangað koma þús- undir ferðamanna á hverju sumri. Nokkrir aðilar hafa komið upp myndarlegri aðstöðu til móttöku ferðamannna. Má þar sérstaklega nefna ferðaþjónustu bænda á Höfða- brekku og í Sólheimahjáleigu og gistihúsið Ársali í gamla sýslu- mannsbústaðnum í Vík. Á vegum Lífræns samfélags er að hefjast skipulagt starf að upplýsingaöflun og stefnumótun fyrir vistvæna ferða- þjónustu á svæðinu enda er verulegur áhugi á því fyrir hendi meðal for- ráðamanna í þessari grein. Lífræn ræktun grænmetis Þróun umhverfis- og atvinnumála í Mýrdal ræðst þó fyrst og fremst af framvindu landbúnaðar í héraðinu. Hann er undirstaða atvinnulífsins, sá kjarni sem önnur starfsemi byggist á árið um kring. Á því sviði eru þegar hafnar áhugaverðar tilraunir í sam- bandi við skjólbeltaræktun, áburðar- framleiðslu, áburðarnotkun og líf- rænar ræktunar- og eldisaðferðir í nokkrum greinum en lengst er þetta starf komið í grænmetisræktuninni. Nokkur hópur bænda hefur þegar hafið óformlegt samstarf og skoð- anaskipti fyrir tilstilli Lífræns sam- félags um þessi mál. Athuganir í sambandi við ræktunaraðferðir, vöruþróun, markaði og framleiðslu- staðla eru komnar vel á veg og hefur fjöldi sérfróðra aðila lagt þar hönd á plóginn. Alltof snemmt er að fullyrða um möguleika og hagkvæmni lífræns landbúnaðar þótt niðurstöður þessara athugana lofi góðu. Frumkönnun á forsendum slíkrar framleiðslubreyt- ingar, sem gerð var að tilhlutan Líf- ræns samfélags, bendir til þess að ís- lenskir bændur, sem hyggja á lífræna ræktun, þurfi að jafnaði að yfirstíga lægri þröskuld en erlendir starfs- bræður þeirra því álag á bústofn og lendur er hér minna og efnanotkun mun minni en í nágrannalöndunum. En þessu er ugglaust misjafnt farið eftir greinum, svæðum og einstökum bújörðum. Það sem ræður þó úrslit- um um horfur lífrænnar ræktunar eru sölu- og markaðsmöguleikar fram- leiðslunnar. Lífrænt samfélag og að- standendur þess munu leggja megin- áherslu á að sinna markaðsstarfi bæði hérlendis og erlendis. Um leið og það hlýtur að teljast mikið hags- munamál fyrir íslenska neytendur að þekkja og eiga kost á gæðafram- leiðslu úr eigin landi er einnig mikil- vægt fyrir framleiðendur að brjótast úr viðjum hins þrönga heimamark- aðar. Kynningarfundur í Vík 2. sept- ember Haldinn var glæsilegur kynning- arfundur um Lífrænt samfélag og lífrænan landbúnað í Vík þann 2. september sl. Auk heimamanna sóttu þennan fund fulltrúar ráðuneyta um- hverfis- og landbúnaðarmála, leið- togar og starfsmenn bændasamtaka, sérfræðingar, vísindamenn og áhugamenn um umhverfismál og líf- rænan landbúnað. Gestir fundarins voru forystumenn alþjóðahreyfingar lífrænna landbúnaðarsamtaka (IFOAM) og gerðu þeir grein fyrir stöðu og þróun lífræns landbúnaðar í heiminum um þessar mundir. Fram kom eindreginn vilji stjórnvalda til að sú tilraun, sem hafin er í Mýrdal, haldi áfram. Sú umræða, sem Lífrænt samfélag hefur hrundið af stað, snýst um framtíð byggðanna og tilveru- grundvöll íslensks landbúnaðar. Hin neikvæða mynd, sem byggðastefna og landbúnaður tengjast nú í hugum manna, á sér eðlilegar skýringar. Rætur hennar liggja í skorti á aðlög- un að breyttum skilyrðum og kröfum - kröfum um valddreifingu í stað miðstýringar, um arðsemi atvinnu- reksturs í stað ríkisforsjár, um áherslu á gæði og hollustu í stað magns, um tillitssemi við umhverfið í stað drottnunar yfir því. Lífrænt samfélag hyggst leita nýrra leiða til að bregðast við þessum breyttu skilyrð- um. Vistvæn atvinnustarfsemi og líf- rænn landbúnaður eru kostir sem vekja vonir um að þetta sé mögulegt. Eigi þær vonir að geta ræst þarf hins vegar að sinna rannsóknum, tilraunum, þró- unar- og markaðsstarfi áður en ráðist er í fjárfestingu og framkvæmdir. 260

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.