Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 14
NÝJUNGAR í ATVINNULÍFINU Verkefniö Lifrænt samfélag kynnt umhverfisráöherra á fundi 20. júli sl. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Aöalsteinn Guömundsson, forstööumaöur Grænmetis hf., Stefán Gunnarsson, bóndi á Dyrhólum, greinarhöfundur, Gunnar Ágúst Gunnarsson, Jón H. Karlsson, aöstoöarmaöur heilbrigðisráöherra, Össur Skarphéöinssn umhverfisráö- herra, Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri, Benedikt Sigurbjörnsson, verkefnisstjóri Átaksverkefnis Mýrdælinga, og Guömundur Elíasson, oddviti Mýrdalshrepps. Björn Pálsson i Hraömyndum tók myndina fyrir Sveitarstjórnarmál. rekstur á snyrtiaðstöðu vestan undir Reynisfjalli en þangað koma þús- undir ferðamanna á hverju sumri. Nokkrir aðilar hafa komið upp myndarlegri aðstöðu til móttöku ferðamannna. Má þar sérstaklega nefna ferðaþjónustu bænda á Höfða- brekku og í Sólheimahjáleigu og gistihúsið Ársali í gamla sýslu- mannsbústaðnum í Vík. Á vegum Lífræns samfélags er að hefjast skipulagt starf að upplýsingaöflun og stefnumótun fyrir vistvæna ferða- þjónustu á svæðinu enda er verulegur áhugi á því fyrir hendi meðal for- ráðamanna í þessari grein. Lífræn ræktun grænmetis Þróun umhverfis- og atvinnumála í Mýrdal ræðst þó fyrst og fremst af framvindu landbúnaðar í héraðinu. Hann er undirstaða atvinnulífsins, sá kjarni sem önnur starfsemi byggist á árið um kring. Á því sviði eru þegar hafnar áhugaverðar tilraunir í sam- bandi við skjólbeltaræktun, áburðar- framleiðslu, áburðarnotkun og líf- rænar ræktunar- og eldisaðferðir í nokkrum greinum en lengst er þetta starf komið í grænmetisræktuninni. Nokkur hópur bænda hefur þegar hafið óformlegt samstarf og skoð- anaskipti fyrir tilstilli Lífræns sam- félags um þessi mál. Athuganir í sambandi við ræktunaraðferðir, vöruþróun, markaði og framleiðslu- staðla eru komnar vel á veg og hefur fjöldi sérfróðra aðila lagt þar hönd á plóginn. Alltof snemmt er að fullyrða um möguleika og hagkvæmni lífræns landbúnaðar þótt niðurstöður þessara athugana lofi góðu. Frumkönnun á forsendum slíkrar framleiðslubreyt- ingar, sem gerð var að tilhlutan Líf- ræns samfélags, bendir til þess að ís- lenskir bændur, sem hyggja á lífræna ræktun, þurfi að jafnaði að yfirstíga lægri þröskuld en erlendir starfs- bræður þeirra því álag á bústofn og lendur er hér minna og efnanotkun mun minni en í nágrannalöndunum. En þessu er ugglaust misjafnt farið eftir greinum, svæðum og einstökum bújörðum. Það sem ræður þó úrslit- um um horfur lífrænnar ræktunar eru sölu- og markaðsmöguleikar fram- leiðslunnar. Lífrænt samfélag og að- standendur þess munu leggja megin- áherslu á að sinna markaðsstarfi bæði hérlendis og erlendis. Um leið og það hlýtur að teljast mikið hags- munamál fyrir íslenska neytendur að þekkja og eiga kost á gæðafram- leiðslu úr eigin landi er einnig mikil- vægt fyrir framleiðendur að brjótast úr viðjum hins þrönga heimamark- aðar. Kynningarfundur í Vík 2. sept- ember Haldinn var glæsilegur kynning- arfundur um Lífrænt samfélag og lífrænan landbúnað í Vík þann 2. september sl. Auk heimamanna sóttu þennan fund fulltrúar ráðuneyta um- hverfis- og landbúnaðarmála, leið- togar og starfsmenn bændasamtaka, sérfræðingar, vísindamenn og áhugamenn um umhverfismál og líf- rænan landbúnað. Gestir fundarins voru forystumenn alþjóðahreyfingar lífrænna landbúnaðarsamtaka (IFOAM) og gerðu þeir grein fyrir stöðu og þróun lífræns landbúnaðar í heiminum um þessar mundir. Fram kom eindreginn vilji stjórnvalda til að sú tilraun, sem hafin er í Mýrdal, haldi áfram. Sú umræða, sem Lífrænt samfélag hefur hrundið af stað, snýst um framtíð byggðanna og tilveru- grundvöll íslensks landbúnaðar. Hin neikvæða mynd, sem byggðastefna og landbúnaður tengjast nú í hugum manna, á sér eðlilegar skýringar. Rætur hennar liggja í skorti á aðlög- un að breyttum skilyrðum og kröfum - kröfum um valddreifingu í stað miðstýringar, um arðsemi atvinnu- reksturs í stað ríkisforsjár, um áherslu á gæði og hollustu í stað magns, um tillitssemi við umhverfið í stað drottnunar yfir því. Lífrænt samfélag hyggst leita nýrra leiða til að bregðast við þessum breyttu skilyrð- um. Vistvæn atvinnustarfsemi og líf- rænn landbúnaður eru kostir sem vekja vonir um að þetta sé mögulegt. Eigi þær vonir að geta ræst þarf hins vegar að sinna rannsóknum, tilraunum, þró- unar- og markaðsstarfi áður en ráðist er í fjárfestingu og framkvæmdir. 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.