Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 15
UMHVERFISMAL
verða m.a. frá umhverfisráðuneyt-
inu, hreinsunarátakið kynnt og síðan
verða framsögur frá heimamönnum
ásamt umræðum.
Hreinsunarátak sumars-
/ns
Hreinsunarátak sumarsins þar
sem strendur, ár- og vatnsbakkar
landsins verða hreinsaðir er stærsti
hluti verkefnisins. Hreinsunarátakið
hefst 5. júní 1995, sem er alþjóðleg-
ur umhverfisdagur samkvæmt
ákvörðun Sameinuðu þjóðanna frá
1972, og er lögð áhersla á að fá sem
flesta til þátttöku þann dag. Hreins-
aðar verða strendur, ár- og vatns-
bakkar landsins. Hreinsunarátakið
er hugsað sem víðtæk aðgerð í um-
hverfismálum og verður fram-
kvæmdin undir forystu ungmenna-
félaga í samstarfi við samstarfsaðila
verkefnisins um land allt. Þátttak-
endur verða á öllum aldri og er
ætlunin að virkja alla fjölskylduna
UMHVERFIÐ
í OKKAR HÖNDUM
Göngum vel um landið
okkar og auðlindir þess -
höldum hafinu, ströndum,
óm og vötnum hreinum.
til þátttöku. Viðurkenningar og
verðlaun verða veitt á grundvelli
þátttöku.
Jafnframt verður skráð hversu
mikið og hvers konar rusl finnst á
hverjum stað enda er þá hægt að
gera sér enn betur grein fyrir því
hvaðan ruslið kemur.
Á fremsta bekk á málþinginu 26. febrúar. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Óllna Sveins-
dóttir, sem á sæti í stjórn UMFÍ og í nefnd umhverfisverkefnisins, Pálmi Gislason, fyrrv.
form. UMFÍ og formaöur nefndar umhverfisverkefnisins, Anna Margrét Jóhannesdóttir,
verkefnisstjóri og greinarhöfundur, Ingimar Sigurösson, skrifstofustjóri í umhverfis-
ráöuneytinu, Össur Skarphéöinsson umhverfisráöherra, frú Vigdis Finnbogadóttir, for-
seti íslands, og Hulda Olgeirsdóttir, eiginkona Þóris Jónssonar, formanns UMFÍ. Mynd-
irnar meö greininni tók Sigþór H. Markússon.
Aóilar aö alþjóöasamtök-
um
Umhverfisverkefni UMFI hefur
gerst aðili að alþjóðasamtökunum
Clean Up The World en þau eru að-
ili að Umhverfisstofnun Sameinuðu
þjóðanna. Attatíu lönd eiga aðild að
þessum samtökum. Meginmarkmið
þeirra er að vinna að verkefnum í
líkingu við það sem hér um ræðir.
Með því hyggjast þau virkja al-
menning til þátttöku í að hreinsa
umhverfi okkar og um leið að efla
vitund almennings um mikilvægi
þess að hafa hreint og ómengað um-
hverfi.
Úttekt á stöðu sorphirðu
á Norðurlandi eystra
Gerð úttektar á stöðu sorphirðu á
Norðurlandi eystra er lokið og kem-
ur skýrsla um sorphreinsun og sorp-
eyðinpu á Norðurlandi eystra út í
maí. Uttektin var unnin fyrir Sam-
band sveitarfélaga í Eyjafirði og í
Þingeyjarsýslum (Eyþing), um-
hverfisráðuneytið og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga. Verkfræði-
stofa Sigurðar Thoroddsen hf. á Ak-
ureyri var fengin til að vinna úttekt-
ina, og undirverktaki þeirra var
Stuðull, verk- og jarðfræðistofa.
Einnig vann Guðrún S. Hilmisdótt-
ir, verkfræðingur hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, þann hluta af
úttektinni sem fjallar um almennar
upplýsingar um sorphirðumál.
I skýrslunni er lýst stöðu sorp-
hirðu hjá sveitarfélögunum á Norð-
urlandi eystra, bent á möguleika og
leiðir hvað sorphirðu í fjórðungnum
varðar og ýmsir valkostir bornir
saman. Skýrslan er 75 blaðsíður að
stærð og fæst á skrifstofu Sambands
íslenskra sveitarfélaga, Háaleitis-
braut 11 í Reykjavík.
9