Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 20
UMHVERFISMAL
Mynd 8: Lokaafrakstur ræktunartilraunar meö tómatplöntur á
vegum Garöyrkjuskóla rfklsins og Sorpu. Fimm mismunandi
ræktunarefni voru reynd. Lengst til vinstri jarövegsbætir
eingöngu, önnur til vinstri jarövegsbætir og vikur, miöja
jarðvegsbætir, mómold og nítratgjöf, önnur frá hægri jarðvegs-
bætir, vikur og stööluö áburöargjöf, lengst til hægri stöðluö
mold og áburöargjöf. Þótt plönturnar tvær til vinstri séu
þokkalegar standast þær ekki samanburö viö striöræktun meö
áburöargjöf.
ræktun ekki snúning áburðargjöf. Myndir 8 og 9 sýna
tómatplöntur og sumarblóm úr mismunandi ræktunar-
efni í lok tilraunar eftir sex vikna ræktun.
Gildi jarðvegsbætis úr jarðgerð felst ekki síst í frjó-
mætti til lengri tíma. Athuganir hér á verða eðli málsins
samkvæmt ekki gerðar nema á löngum tíma. Reynsla er-
lendis frá sýnir fram á úrvals eiginleika jarðvegsbætis til
að halda bæði raka og næringarefnum auk þess sem ör-
veruflóran í massanum gefur honuin ýmsa hagstæða
eiginleika. Mælingar benda til að næringarefni plantna
séu í ofgnótt í massanum en að köfnunarefni sé mest í
bundnu fonni og komi til með að losna hægt. Til þess að
ganga úr skugga unt þetta eru ráðgerðar kerfisbundnar
athuganir í samvinnu við garðyrkjustjóra á höfuðborgar-
svæðinu og aðra um hvemig ræktun í efninu reynist ut-
andyra.
Frumnióurstööur af verkefni
Vitneskjan sem fyrir liggur bendir til að jarðgerð sé
heppileg aðferð við að beina garðaúrgangi af höfuð-
borgarsvæðinu frá urðun til framleiðslu á söluhæfri af-
urð. Flest bendir til að afurðin sé sambærileg við það
besta sem gerist erlendis þar sem jarðgerð á sér nokkra
sögu. Þá bendir margl til þess að eftirspurn sé talsverð
eftir afurðinni. Hversu sterk eftirspurnin verður fer á
hinn bóginn rnjög eftir stefnumörkun opinberra aðila.
Mjög víða, og ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, er nú
þegar skortur á næringarríkum jarðvegi til ræktunar-
verkefna af ýmsu tagi svo ekki sé talað um þörfina í
landgræðsluverkefnum. Þegar kemur að notkun efnisins
er mikilvægt að rétt sé að farið. Jarðvegsbætir er verð-
mæti sem fráleitt er að nota sem uppfyllingarefni heldur
ber að nota hann og umgangast sem lífrænan áburð.
I áfangaskýrslu um verkefnið sem nú liggur fyrir eru
dregnar eftirfarandi ályktanir:
a) Veðurfar hamlar ekki starfseminni
b) Starfseinin er tæknilega inöguleg en útvega þarf
lykiltæki
c) Afurðin er nothæf við ræktun
d) Afurð getur verið svo gott sem laus við illgresisfræ
e) Nothæfar uppskriftir finnast þar sem eingöngu er
notast við garðaúrgang og hrossatað.
Ennfremur segir í áfangaskýrslunni:
„A þessu stigi verkefnisins er óhœtt að fullyrða að
ekkert við aðstœður er með þeim hœtti að jarðgerð þurfi
að vera toiyeldari hér en víða annars staðar í heiminum
þar sem komin er góð reynsla afslíkri starfsemi. Hráefni
þau sem notuð voru í verkefni Sorpu eru á engan hátt
frábrugðin að eðlis- og efnaþáttum sambœrilegum hrá-
efnum sem notuð eru erlendis nema efvera skyldi að þau
virðast lireinni af mengunarefhum. Því er óhœtt aðfull-
yrða að hœgt verði að fá fram afurð af svipuðum og
e.t.v. betri gœðaflokki en fengist hefur erlendis. “
Framhaldid
Akvörðunin um að fara út í þetta verkefni var tekin af
sveitarfélögunum sem standa að Sorpu í desember 1993.
I kjölfar sveitarstjómarkosninga vorið 1994 var svo skip-
uð ný stjóm Sorpu. Nýja stjómin hefur vísað til sveitar-
stjóma ályktun þess efnis að urðun á garðaúrgangi verði
hætt og hann skilgreindur sem endurvinnanlegt efni.
Oljóst er að öðru leyti hvað núverandi stjóm ætlast fyrir
og liggja engar ákvarðanir fyrir af hennar hálfu um fram-
hald starfseminnar aðrar en að ljúka verkefninu. Ljóst er
Mynd 9: Frá ræktunartilraun meö sumarblóm (Tóbakshorn).
Upprööun er sú sama og á mynd 8. Þegar myndin var tekin voru
enn eftir 2-3 vikur af tilrauninni. Minni munur er sjáanlegur en
aö ofan enda kom hann best í Ijós á síöustu stigum tilraunar-
Innar.