Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 21

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 21
UMHVERFISMAL hins vegar af viðbrögðum úti í samfélaginu að jarðgerð nýtur hylli almennings. Stefnt er að því að skila lokaskýrslu um verkefnið vet- urinn 1995-96. Þá mun liggja fyrir reynsla af ræktunar- tilraunum utanhúss sumarið 1995. Þær tilraunir verða gerðar í samvinnu við garðyrkjustjóra á höfuðborgar- svæðinu, Garðyrkjufélag Islands og áhugasama íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Gjald verður ekki tekið fyrir af- urðina á þessu stigi. Ekki verður safnað efni í nýja vinnslu í vor á vegum Sorpu þar sem engar ákvarðanir liggja fyrir um það frá stjóm fyrirtækisins. Vitað er þó að sum bæjarfélög hafa áhuga á að halda starfsemi af þessu lagi áfram og ekki er ólíklegt að jarðgerð fari fram á þeirra vegum í sumar. Lokaorö Hvatinn að verkefninu sem hér hefur verið kynnt er sá umhverfisábati sem það gefur fyrirheit um, þ.e. sú hugs- un að mynda verðmæti úr úrgangi. Hvar sem rætt og rit- að er um umhverfismál í heiminum ber eyðingu gróðurs og jarðvegs ávallt einna hæst. Þjóðir heims hafa vaknað við vondan draum og áttað sig á að næringarríkur jarð- vegur er einhver mestu verðmæti sem móðir jörð hefur upp á að bjóða. Jarðvegur er undirstaða gróðurs á þurr- lendi jarðar og gróðurinn, hvort sem hann er ræktaður eða villtur, er undirstaða fæðukeðju mannsins og allra lífvera. Milljónir og aftur milljónir tonna af jarðvegi hafa blásið á haf út vegna þess að menn áttuðu sig ekki á því hvílík verðmæti voru þar á ferðinni. Þessi afstaða er nú breytt og gróður- og jarðvegsvemd er forgangsatriði þar sem stefna er mótuð um efnahag, þróun og umhverfi. Ofangreind atriði eiga einnig við aðstæður á Islandi. Þó vantar mikið upp á að viðnám gegn jarðvegseyðingu sé á nokkurn hátt forgangsatriði við stefnumörkun hér- lendis. Við höfum enn ekki tileinkað okkur það viðhorf að jarðvegur sé verðmæti og höfum við þó æma ástæðu til. Almenningsálitið stendur hér þó feti framar en stjóm- völd sem kemur m.a. fram í því að nú þegar er góður jarðvegur markaðsvara sem neytendur greiða fyrir til eigin nota. Árið 1993 voru flutt inn rúmlega 1000 tonn af jarðefnum, mómold o.fl. til ræktunar, að CIF andvirði um 20 milljónir króna. Söluandvirði í smásölu er líklega tvöföld til þreföld þessi upphæð. Innlend ræktunarefni sem seld eru í stærri förmum á höfuðborgarsvæðinu fara á um 1000 kr/m1 en ekki liggja fyrir upplýsingar um magn þess sem þannig er selt. Endurvinnsla á lífrænum úrgangi sem miðar að fram- leiðslu og nýtingu á jarðvegsbæti er því raunveruleg verðmætasköpun. Slík starfsemi stuðlar einnig að því viðhorfi hérlendis að jarðvegur sé verðmæti. Það er mik- ilvægt trompspil á hendi í vistvænni ímynd Islands til nýrrar aldar. ALMENNINGSBÓ KAS Ö F N Nýtt merki almenningsbókasafna ALMENNINGSBÓKASÖFN ....góður kostur! Á síðustu árum hafa forstöðumenn almenningsbóka- safna haft með sér óformlegt samstarf. Þeir hittast tvisar á ári og vinna saman að úrlausn ýmissa mála, sbr. grein Gísla Sverris Árnasonar í 6. tbl. Sveitarstjórnarmála 1994. Eitt af verkefnum, sem unnið hefur verið að, er merki fyrir almenningsbókasöfn. Erlendis er algengt að al- menningsbókasöfn einstakra landa eigi sameiginlegt merki, en ekkert alþjóðlegt merki er til. Á vorfundi forstöðumanna í Vestmannaeyjum 1993 var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk almenn- ingsbókasöfn. Hópurinn kynnti síðan niðurstöður sínar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Á landsfundi bókavarða í Munaðamesi í september sl. var merkið kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði merkið og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðar- innar um útlit, en litirnir í litaútgáfunni eru táknrænir fyrir hin gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins. Litamerkið er í eigu Kynningarsjóðs almenningsbóka- safna og er verið að vinna að reglum um notkun þess, þær verða ræddar á næsta vorfundi sem verður að öllum líkindum haldinn í Stykkishólmi í maí nk. Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar. Hulda Björk Þorkelsdóttir bœjarbókavöröur, Keflavík-Njarðvík-Höfnum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.