Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 29
FÉLAGSMÁL
stoð sem veitt er í formi niður-
greiddrar þjónustu, t.d. niður-
greiddrar húsaleigu í leiguíbúðum
sveitarfélaganna. Á Akureyri má
ætla að fjárhagsaðstoð af því tagi sé
jafnmikil beinum greiðslum. Það
ætti engum að dyljast að tilfærslum-
ar sem fara eftir þessum leiðum eru
engir smámunir á öllu landinu þótt
þeim sé vissulega mjög misdreift.
Aukning um 80% á tveimur árum
og fullar horfur á sams konar áfram-
haldi hlýtur að eiga sér einhverjar
skýringar. Hvað veldur og hvemig
verður framtíðin?
Eg ætla að nefna þrennt til skýr-
ingar á þessari þróun.
Hið fyrsta og augljósasta eru
versnandi kjör þeirra, sem fyrir vom
tekjulægstir í þjóðfélaginu, fyrst og
fremst beint eða óbeint fyrir tilkomu
atvinnuleysisins á síðustu árum en
það hafði verið nánast óþekkt í hátt
í mannsaldur. Liðin er sú tíð að hver
sem er, jafnvel öryrkjar, geti aukið
tekjur sínar með því að auka við sig
vinnu. Fjöldi fólks hefur um lengri
eða skemmri tíma misst vinnu sína
með öllu og verður að komast af á
bótum, sem aukin heldur falla tíma-
bundið niður, svo oft er um alls
enga aðra kosti að ræða en fjárhags-
aðstoð sveitarfélagsins. Vaxandi
hópur, ekki síst ungs fólks, hefur
aldrei komist inn á vinnumarkaðinn
og á þar af leiðandi engan bótarétt.
Yfir- og aukavinna, sem afkoma
margra byggðist á, hefur dregist
saman; þeir verða nú að komast af á
berrössuðum töxtunum sem enginn
vann á fyrir skemmstu. Samfara
þessu hefur kaupmáttur rýrnað
verulega undanfarin ár, skattleysis-
mörkin hafa lækkað og skattbyrðin
þyngst. Það er næsta augljóst að
þetta samanlagt hefur leitt til aukins
álags á fjárhagsaðstoð sveitarfélag-
anna og er meginástæða aukningar-
innar.
Þetta er samt ekki svo augljóst að
ekki sé rétt að leita lengra, hvort
fleira komi til eða hvort aðrar
ástæður séu þessari samferða.
Önnur skýring, en vissulega
veigaminni, er að viðhorfin til fjár-
hagsaðstoðar eru að breytast. Það
fymist yfir brennimarkið sem fylgdi
fátækraframfærslunni nema helst í
hugum eldra fólks sem man tvenna
tíma. I hugum æ fleira fólks er fjár-
hagsaðstoð sveitarfélagins að verða
rétt eins og hver annar peningur,
réttur sem maður á í myrkviði hins
opinbera. Það hefur líka undanfarið
verið rætt meira um fjárhagsaðstoð-
ina, hún hefur verið kynnt meira,
það hefur verið vísað á hana. Það er
tvímælalaust af hinu góða. Ef við
viljum halda utan um féð sem fer til
fjárhagsaðstoðar þá eigum við ótví-
rætt að velja til þess aðra aðferð en
þá að umvefja hana slíkri
skömmustukennd að fólk fælist
hana.
Þriðja skýringin, sem ég vil
nefna, krefst nokkurs formála.
Lengi hafa togast á tvö sjónarmið
um það hvers eðlis fjárhagsaðstoð
sveitarfélaganna skuli vera. Annars
vegar er það sjónarmið sem ég vil
kalla „meðferðarsjónarmiðið“, hins
vegar „tekjutryggingarsjónarmiðið“.
Samkvæmt „meðferðarsjónarmið-
inu“ er fjárhagsaðstoðin einstakl-
ingsmiðuð hjálp, liður í eins konar
meðferð, endurhæfingu eða endur-
uppeldi fjölskyldu eða einstaklings.
Hún er ekki markmið í sjálfu sér,
hún er heldur ekki tæki til að jafna
kjör fólks almennt. Hún er liður í
því að gera þann, sem einhverra
hluta vegna hefur ekki virkað sem
skyldi, sjálfbjarga á ný. Hún er eins
konar „rneðal" til þess, meðal sem á
við þann vanda sem um er að ræða
hverju sinni. Það kann að vera t.d.
áfengisvandi, kæruleysi í fjármál-
um, skilnaður eða óhapp. Fjárhags-
aðstoðin er samkvæmt þessu sjónar-
miði tæki til að koma einstaklingi
eða fjölskyldu aftur á rétt ról,
„hjálpa henni til sjálfshjálpar", eins
og gjaman stendur í reglugerðum,
alls ekki eina tækið, heldur eitt af
mörgum; auk hennar koma til álita
t.d. ráðgjöf, nám, stuðningsmeðferð,
útvegun stuðningsúrræða annarra en
fjár o.s.frv. Stundum getur „með-
ferðin“ beinlínis verið fólgin í að
neita fjárhagsaðstoð, t.d. neita að
hjálpa til við að fjármagna áfram-
haldandi óráðsíu, drykkju o.s.frv. og
knýja þannig viðkomandi skjólstæð-
ing til að endurskoða stefnu sína,
finna sér nýjan farveg. Hlutverk fé-
lagsráðgjafans, sem fæst við skjól-
stæðinginn skv. þessu sjónarmiði, er
dálítið keimlíkt hlutverki læknisins;
hann reynir að velja hið rétta meðal,
og stundum er það fé. Það þýðir
ekki að öllum henti það meðal og
enn síður að allir eigi rétt til sama
meðals í sama skammti ekki frekar
en aðrir íbúamir á heilsugæslusvæð-
inu eignast rétt til að fá tiltekna pillu
af því einu að Jón Jónsson fékk
hana. Hér er fjárhagsaðstoð fyrst og
fremst liður í meðferð skjólstæð-
ings, sniðin að aðstæðum hans; hún
er ekki tæki til að jafna kjörin í sam-
félaginu almennt. Hér er gengið út
frá að önnur tæki séu til þess.
Tekjutryggingarsjónarmiðið
gengur út á það að fjárhagsaðstoð
sveitarfélagsins sé tæki til að tryggja
það að allir íbúar sveitarfélagsins
hafi að minnsta kosti það fé milli
handa sem þarf til að lifa af, hafi
„það sem nauðsyn krefur", hvemig
svo sem sú nauðsyn er skilgreind.
Þá er reiknuð út gmnnupphæð, mið-
uð við fjölskyldustærð, stundum er
hún kölluð „kvarði", og sagt sem
svo; allir sem hafa tekjur neðan við
þennan kvarða eiga rétt til að fá
uppbót á tekjur sínar frá sveitarfé-
laginu uns kvarðanum er náð. Það
þarf ekki lengi að grufla yfir að-
stæðum þess sem er undir kvarða,
hann á rétt á að fá viðbótina sem
þarf. Tekjutryggingarsjónarmiðið
vísar með öðrum orðum til eins
konar réttar sem fólk á, alveg óháð
því hvað þessum eða hinum félags-
ráðgjafanum finnst, óháð því hvað
viðkomandi ætlar að gera við pen-
ingana; hvort hann fer vel með þá
eða illa, hvort hann á þá skilið eða
ekki, út frá einhverjum siðferðileg-
um eða vitrænum sjónarmiðum.
Þetta er bara réttur, eins og hver
23