Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 30
FELAGSMAL
annar réttur, sem maður annaðhvort
á eða á ekki.
Þriðja skýringin sem ég vil nefna
á aukningu fjárhagsaðstoðar er sú
að ég held að lögin frá 1991 með
kröfu sinni um að sveitarfélögin
settu sér reglur um fjárhagsaðstoð
hafi ýtt mjög undir tekjutryggingar-
sjónarmiðið og skákað meðferðar-
sjónarmiðinu nokkuð til hliðar. Það
hefði ef til vill ekki breytt svo
miklu, ef atvinnuleysið hefði ekki
komið, og bæði bótaupphæðir, sem
Alþingi ákveður, og launataxtar,
sem meðal annars launþegar semja
um, hefðu ekki verið svo lágir að
þeir falla undir kvarðann. Eg get
ekki sannað það með tölum á þess-
ari stundu en það er fjallgrimm
vissa mín að hlutfall fólks sem er í
fullri vinnu eða á fullum bótum at-
vinnuleysis- eða almannatrygginga
hefur aukist meðal skjólstæðinga
sveitarfélaganna að undanförnu.
Sveitarfélögin, sem iðka tekjutrygg-
ingarsjónarmiðið í fjárhagsaðstoð
sinni, eru óvart, óviljandi og ennþá
meira eða minna ómeðvitað, lent í
því örðuga hlutverki að veita sjálf-
krafa uppbót á atvinnuleysisbætur
sem eru of lágar til að lifa af þeim, á
almannatryggingabætur sem eru of
lágar til að lifa af, og það sem verst
er, á launataxta, sem eru of lágir til
að lifa af þeim.
Hvort sem einhverjum ofbýður
það eða ekki verð ég að segja að hjá
sæmilegri félagsmálastofnun fær
fólk núna einfaldlega hærri tekjur í
fjárhagsaðstoð heldur en af margri
vinnunni, átta tíma á dag. Astæðan
er sú að kvarðinn hjá félagsmála-
stofnuninni er í betra sambandi við
verðið á innkaupakörfunni. orku-
reikningana, húsaleiguna og allt hitt
sem borga þarf heldur en lágu laun-
in í landinu eru. Og því miður, það
eru afar margir á lágu launununt í
þessu landi. Haldi svo sem horfir
geta þeir sem ákvarða of lága bóta-
taxta og semja um laun, sem þeir
vita vel að eru ekki lífvænleg, brátt
farið að gera hvort tveggja með
betri samvisku í ljósi þess að hin
bláeygu sveitarfélög borgi sjálfkrafa
það sem á milli ber.
Þetta held ég að sé samspil
ástæðnanna fyrir mikilli aukningu
fjárhagsaðstoðar sveitarfélaganna
hin síðari ár. Sé það hald mitt rétt
mun þessi aukning halda áfram. Sé
það hald mitt rétt eru sveitarfélögin
sem standa sæmilega að fjárhagsað-
stoð sinni í nokkuð vondum málum;
og íbúar hinna sveitarfélaganna sem
hunsa hana í enn verri málum. Sé
þetta hald mitt rétt er veruleg ástæða
til þess fyrir sveitarfélögin að
staldra við og spyrja sig og ríkis-
valdið eða samfélagið allt hvort
þetta sé heppileg leið og leiðin sem
við viljurn fara. Verði svars vant má
spyrja frændur okkar í Færeyjum,
sem hafa safnað nokkurri reynslu af
svipaðri þróun.
SET FRÁRENNSLISRÖR
• Engin veggþynning í múffu og
fullkomin þétting með tvöföldum
láshring tryggir öruggan frágang.
• Jarðvegslagnir Pvc 100mm, 150mm
og nú einnig 200mm.
• Innanhúslagnir Pp 40mm, 50mm,
70mm og 100mm.
• Bjóðum einnig tilheyrandi
tengistykki.
EYRAVEGI 43 • 800 SELFOSSI
Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099