Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 35
VEITUR Leirhöfn. Dýrleif Andrésdóttir tók myndina. hins vegar ekki nema 40% þátttaka. Því varð sú lögn að bíða um sinn, en stefnt er að nýrri þátttökuathugun fyrir lok ársins 1997, en skv. hag- kvæmnisútreikningum er 90% þátt- taka lágmark. Framkvæmdastjóri, Guðmundur Örn Benediktsson, var ráðinn til starfa og hafist var handa við að lagfæra borholuna, sem boruð hafði verið á árinu 1988. Dæluhús með gufuskilju var byggt skammt frá holunni og stofnæð lögð þaðan að fiskeldisstöðinni Silfurstjömunni og hún tengd. Heimæð var svo lögð frá Silfurstjömunni í Núp I, vélaverk- stæði Guðmundar og Núp II og var notkun hafin hjá þessum aðilum fyr- ir jól. Dreifikerfið á Kópaskeri og heim- æðar bænda voru frágengnar sl. haust og tvö af fjórum dæluhúsum byggð. Einmuna tíð og samhugur í verki varð til þess að framkvæmdir gengu vonum framar og engin slys urðu á mönn- um né stór- felldur kostn- a ð a r a u k i. Verkið var unnið af heimamönn- um að lang- mestu leyti og bændur sáu sjálfir um sínar heim- t a u g a r . Kostnaðará- ætlun hljóðar upp á rúmar 63 milljónir króna fyrri áfanginn sem lokið verð- ur við í sumar. Öxarfjörðurinn hefur að geyma eitt öflugusta háhitasvæði landsins og gríðarlegir möguleikar eru í boði með Jökulsá á Fjöllum í næsta ná- grenni til kælingar vatns og/eða guf- unnar niður í nánast hvaða hitastig sem verkast vill. Borholan við Skógalón var upp- haflega hugsuð sem rannsóknar- hola, en þar sem fjármagn var ekki nægilegt af hálfu ríkisins til fram- kvæmdanna var leitað eftir stuðn- ingi heimamanna. Seljalax hf. með Björn Benediktsson, fyrrverandi oddvita, í broddi fylkingar lagði til fjármagn með því skilyrði að holan yrði miðuð við að geta nýst heima- mönnum ef hún heppnaðist og sú varð reyndin. Holan, sem er 322 m djúp, gefur 40-50 1/sek. í sjálf- rennsli af 98° C heitu vatni. Sýni af vatninu og gasi voru tekin upp úr holunni við Skógalón fljótlega eftir borun og kom þá í ljós að nokkurt magn lífrænna gastegunda greindist. Fundur þessa lífræna gass er frá- brugðinn venjulegum háhitagasteg- undum og er einstæður hér á landi. Með tilkomu Hitaveitu Öxarfjarð- arhéraðs er fyrst og fremst um aukin lífsgæði að ræða til handa íbúunum, en einnig er veitan kærkomin í ný- sköpun eins og ferðaþjónustu, sem við viljum leggja áherslu á sem upp- bót á samdrátt í sauðfjárrækt á svæðinu. EGLA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 ]/l0u vb.muis 29

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.