Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Qupperneq 36
AFMÆLI
„A svörtum fjöðrum“
Ingóljur Armannsson, menningarfulltrúi Akureyrarbœjar
„Krunk, knink, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum komafrá,
því sólelsk hjörtu í sumum slá,
þótt svprtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi. “
Laugardaginn 21. janúar sl. voru
liðin 100 ár frá fæðingu Davíðs
Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi
og heiðursborgara Akureyrar.
Vegna þessara tímamóta hafa stofn-
anir og bæjaryfirvöld á Akureyri
haft forgöngu unt ýmiss konar dag-
skrár til kynningar á skáldinu og
verkurn hans.
A afmælisdaginn bauð bæjar-
stjóm ættingjum skáldsins til hátíð-
ardagskrár í Davíðshúsi, fyrrurn
heimili skáldsins, sem nú er í eigu
bæjarins og rekið sent safn í minn-
ingu hans. Síðar urn daginn var svo
bæjarbúum boðið í Amtsbókasafn-
ið, þar sent opnuð var sýning á
verkunt og munum sem tengjast
Davíð. Verður sú sýning opin safn-
gestum fram eftir vetri. Við opnun-
ina afhentu erfingjar Davíðs Hér-
aðsskjalasafninu handrit frá skáld-
inu. Um kvöldið frumsýndi Leikfé-
lag Akureyrar síðan „A svörtum
fjöðrum", leikverk byggt á ljóðum
Davíðs.
Skólarnir á Akureyri hafa einnig
kynnt Davíð og skáldskap hans sér-
staklega í vetur. Amtsbókasal'nið
gaf út lítið kver með völdum ljóðum
eftir Davíð, sem dreift var til allra
skólanemenda í bænum. Þá stendur
til að 70-80 bekkjardeildir úr
grunn- og framhaldsskólunum
heimsæki Davíðshús og Amtsbóka-
safnið til að kynna sér líf og störf
skáldsins.
Á vordögum ætla kórar í bænum
og næsta nágrenni að hafa Davíðs-
hátíð með söng og ljóðakynningum.
I sumar eru fyrirhugaðar vikulegar
dagskrár í Davíðshúsi fyrir heima-
fólk og ferðafólk. Við hvetjum því
alla, sent leið eiga til Akureyrar í ár,
til að rifja upp kynni sín við skáld-
skap Davíðs og nýta sér það sem
boðið verður í þeim efnum.
Davlöshús á
afmælisdegi
skáldsins 21.
janúar 1995.
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar,
Sigfríöur Porsteinsdóttir, flytur ávarp
á afmælisdaginn.
Ættingjar skálds-
ins í Daviðshúsi á
afmælisdaginn
21. janúar sl. Páll
A. Pálsson, Ijós-
myndastofa,
Sklpagötu 8, Ak-
ureyri, tók mynd-
irnar meö grein-
Inni.
30