Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 49
HÚSNÆÐISMÁL
Nýmæli um félagslegar íbúðir
Þorgerður Benediktsdóttir, deildarstjóri
ífélagsmálaráðuneytinu
Á lokadögum Alþingis, í febrúar
1995, voru samþykkt lög um breyt-
ingu á lögum um Húsnæðisstofnun
ríkisins, nr. 97/1993, lög nr. 58 25.
febrúar 1995. Taka lögin eingöngu
til félagslegra íbúða.
Helstu breytingar má flokka með
eftirfarandi hætti:
Aukin ábyrgð og aukið sjálfsfor-
ræði sveitarfélaga.
Valdmörk milli sveitarstjómar og
húsnæðisnefndar gerð skýrari.
Sveigjanlegra fyrirkomulag en
áður.
Einföldun á lánakerfínu.
Nýjar reglur um fymingu af fé-
lagslegum eignaríbúðum.
Ákvæði um endursölu gerð skýr-
ari og aðgengilegri.
Leið til lausnar ef félagslegar
eignaríbúðir standa auðar.
Verður nú vikið stuttlega að fram-
angreindum atriðum.
Aukin ábyrgö heima í hér-
aói
Húsnæðisnefnd ber ábyrgð á út-
hlutunum íbúða sem þýðir að hús-
næðisnefndin sér ein um að um-
sækjendur uppfylli skilyrði um
eignir og tekjur, svo og um
greiðslugetu. Hér búa að baki tvö
grundvallaratriði, þ.e. að sýna hús-
næðisnefndum þetta traust svo og
valddreifing þar sem hvert einstakt
mál þarf ekki lengur að fara til stað-
festingar Húsnæðisstofnunar eins og
verið hefur. Frá hagkvæmnissjónar-
miði sparast því bæði tími og fyrir-
höfn. Óbreytt er þó að beiðnir um
undanþágu frá eigna- og tekjumörk-
um fari fyrir Húsnæðisstofnun, svo
og ósk um undanþágu frá greiðslu-
mati.
Atbeini Húsnæðisstofnunar verð-
ur því fyrst og fremst almenns eðlis,
með því að Húsnæðisstofnun geri
úrtakskönnun á úthlutunum, enda
verður húsnæðisnefndum gert að
senda Húsnæðisstofnun yfirlit yfir
úthlutanir. Vilji svo ólíklega til að
Húsnæðisstofnun komist að raun
um að húsnæðisnefnd hafi ekki gætt
lagaskilyrða um eigna- og tekju-
mörk, skal húsnæðismálastjórn
breyta vöxtum af láni viðkomandi
þannig að þeir verði hinir sömu og
af lánum til kaupa á almennum
kaupleiguíbúðum. Rökin eru þau að
einstaklingur, sem í hlut á, mátti
vita að eignir hans eða tekjur hafi
verið yfir gildandi mörkum, enda
munu upplýsingar um eigna- og
tekjumörk liggja fyrir í sérstakri
reglugerð, auk þess sem húsnæðis-
nefnd er skylt að upplýsa umsækj-
endur rækilega um réttindi þeirra og
skyldur.
Aukió sjálfsforræói sveit-
arfélaga
Aukið sjálfsforræði sveitarfélaga
felst í því að sveitarfélögum verður
ekki lengur skylt að leggja fram
3,5% framlag vegna félagslegra
íbúða á vegum félagasamtaka, held-
ur þarf til þess samþykki sveitar-
stjóma. Rökin eru þau að sveitarfé-
lög hafa mörg hver bent á hversu
bagalegt það sé að félagasamtök
geti krafist þessa gjalds af sveitarfé-
lögum, án þess að sveitarstjórnir
hafi átt kost á að fylgjast með fyrir-
ætlunum félagasamtaka í þessum
efnum. Því hafi krafa um 3,5%
framlag af kostnaðarverði félags-
legrar íbúðar, sem getur verið um-
talsverð fjárhæð, komið ýmsum
sveitarstjórnum í opna skjöldu og
þær ekki getað gert ráð fyrir þeim í
fjárhagsáætlunum sínum. Ólfklegt
er talið að sveitarstjómir muni synja
um greiðslu 3,5% framlagsins til
íbúða félagasamtaka nema í undan-
tekningartilvikum, enda em félaga-
samtök að leysa úr brýnni húsnæð-
isþörf í sveitarfélaginu, svo sem fyr-
ir fatlaða og aldraða.
Valdmörk milli sveitar-
stjórnar og húsnæóis-
nefndar
Um valdmörk milli sveitarstjómar
og húsnæðisnefndar er nú skýrt tek-
ið fram í lögunum að sveitarstjórn
mótar stefnuna og hefur frumkvæð-
ið að því að leysa húsnæðismál
sveitarfélagsins með félagslegum
íbúðum, ákveður fjárhagsrammann
og ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að
koma upp félagslegum íbúðum í
samræmi við þörf. Þjónusta við ein-
staklinga hins vegar er að öllu leyti
hjá húsnæðisnefnd, jafnt upplýsing-
ar og önnur ráðgjöf sem og úthlutun
íbúða.
Sveigjanlegra fyrirkomu-
lag
Með sveigjanlegra fyrirkomulagi
er átt við ýmsar breytingar sem
miða að því að gera kerfið liðugra