Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 51

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 51
VERKASKIPTING RIKIS OG SVEITARFE LAGA Grunnskólinn til sveitar- félaganna 1. ágúst 1996 Við afgreiðslu grunnskólafrum- varpsins á lokadegi þingsins var yf- irfærslu alls rekstrarkostnaðar skól- anna til sveitarfélaganna frestað um eitt ár frá því sem áður var gert ráð fyrir eða til 1. ágúst 1996. Tilfærslan er einnig skilyrt. I 57. grein hinna nýju grunnskólalaga númer 66/1995, sem staðfest voru 8. mars, segir: „Lög þessi öðlast þegar gildi og koma að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1996, enda hafi Alþingi þá samþykkt: a. Breytingu á lögum um Lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins sem tryggi öllum þeim kennurum og skólastjórnendum við grunnskóla, sem rétt hafa átt til aðildar að Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins, að- ild að sjóðnum. b. Lög um ráðningarréttindi kenn- ara og skólastjórnenda við grunn- skóla sem tryggi þeim efnislega óbreytt ráðningarréttindi hjá nýjum vinnuveitanda. Komi upp ágreining- ur milli samtaka kennara og sveitar- félags um form eða efni ráðningar- réttinda getur hvor aðili um sig ósk- að gerðardóms í málinu. c. Breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga með tilliti til þeirra auknu verkefna er sveitarfé- lög taka að sér samkvæmt lögum þessum.“ Fyrirvarar þessir eru í samræmi við samþykkt sem stjóm sambands- ins gerði samhljóða á aukafundi hinn 14. febrúar þar sem áréttaðir vom þeir fyrirvarar sem gerðir vom á síðasta landsþingi sambandsins á Akureyri 2. september, að fullt sam- komulag næðist milli nkis og sveit- arfélaga varðandi flutning tekju- stofna til sveitarfélaganna til að standa undir öllum þeim aukna kostnaði sem yfirtökunni fylgir. Heildarkostnaður grunnskólans á árinu 1994 var u. þ. b. 10,3 milljarð- ar króna og skiptist þannig að hlutur ríkisins var áætlaður 5,3 milljarðar en hlutur sveitarfélaganna um 5 milljarðar. Nýju gmnnskólalögin og nýgerðir kjarasamningar við kenn- ara leiða til aukins kostnaðar við rekstur grunnskólans sem taka verður tillit til við yfirfærslu verkefnisins til sveitarfélaganna. Til þess að standa undir auknum kostnaði vegna yfirfærslu grunn- skólans til sveitarfélaganna er stefnt að hækkun á hlutdeild þeirra í stað- greiðslufé. ■jfc, TILKYNNING ^|gB| til sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda Þau sveitarfélög, sem hyggjast sækja um styrki til fráveituframkvæmda samkvæmt lögum nr. 53/1995 um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumál- um, skulu senda fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins, Vönarstræti 4, 150 Reykjavík, umsókn fyrir 1. júlí nk. vegna framkvæmda á tímabilinu 1. maí 1995 til 31. desember 1995. Framkvæmdir við sniðræsi frá safnkerfum fráveitna, rotþrær, hreinsi- og dælustöðvar og útrásir geta notið styrks. Með umsókninni skal fylgja heildaráætlun um frá- veituframkvæmdir í sveitarfélaginu sem fyrirhugað er að sækja um styrk fyrir og sérstök áætlun um þann áfanga sem áætlað er að vinna á yfirstandandi ári. Einnig skulu fylgja með umsókninni tæknilegar upplýs- ingar um framkvæmdina ásamt teikningum og sundur- liðaðri kostnaðaráætlun. Skilyrði fyrir fjárstuðningi er að framkvæmdimar séu áfangi í heildarlausn á fráveitu- málum sveitarfélagsins. Styrkir til sveitarfélaga vegna framkvæmda í frá- veitumálum á árinu 1995 verða greiddir sveitarfélögun- um fyrir 1. maí 1996 að því gefnu að sveitarfélög sem fá stuðning sendi fráveitunefnd fyrir 1. mars 1996 upp- lýsingar um raunkostnað sveitarfélagsins vegna fram- kvæmda við fráveitumál í samræmi við áður senda áætlun. Umhverfisráðuneyti ð

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.