Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 56

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 56
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM 25. aðalfundur SASS: Umhverfismál og yfirtaka grunnskólans 25. aðalfundur Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS) var haldinn á Kirkjubæjarklaustri 12. og 13. ágúst 1994. Til fundarins komu 59 fulltrúar frá öllunt sveitarfélögunum 29, auk þess þingmenn kjördæmisins, fram- sögumenn og nokkrir gestir sem boðnir voru sérstaklega í tilefni 25 ára afmælis SASS. Fundarstjórar voru Bjarni J. Matthíasson oddviti og Valur Odd- steinsson, hreppsnefndarmaður í Skaftárhreppi, en fundarritarar hreppsnefndarmennirnir Drífa Hjartardóttir í Rangárvallahreppi og Ami J. Elíasson í Skaftárhreppi. Steingrímur Ingvarsson, fomiaður SASS, flutti starfsskýrslu stjórnar en áður hafði skýrsla framkvæmda- stjóra og untdæmisnefndar verið send fulltrúum. Hjörlur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri SASS, kynnti reikn- inga samtakanna fyrir árið 1993 og fjárhagsáætlun fyrir árið 1994. Nið- urstöðutölur á efnahagsreikningi voru kr. 18.256.287, en rekstrar- gjöld SASS og sérdeildar voru 18.060.813 kr. Séra Sigurjón Einarsson, fomiað- ur fræðsluráðs, greindi frá störfum ráðsins og lagði til að skipuð yrði nefnd til að gera tillögur að sam- starfi sveitarfélaganna og verksviði fræðsluráðs vegna væntanlegrar yf- irtöku grunnskólans. Séra Sigurður Arni Þórðarson, fomiaður Menningarsamtaka Sunn- lendinga (MENSA), flutti starfs- skýrslu þeirra. Hann greindi frá fyr- irhuguðu málþingi á vegum MENSA. Birgir Þórðarson, fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, flutti skýrslu í forföllum framkvæmda- stjóra þess og Hjörtur Þórarinsson skýrði reikninga ársins 1993 og rekstraráætlun 1994. Framsöguerindi Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra ávarpaði fundinn. Lagði hann áherslu á gott samstarf urn- hverfisráðuneytisins og sveitar- stjórna. Sérstakt átak kvað hann þurfa að gera í skipulagsmálum, bæði í byggð og á hálendi. Þá ræddi hann urn fráveitu- og sorpeyðingar- mál. Skýrði hann frá kynningar- fundum um allt land til að efla sam- skipti milli áðurgreindra aðila. Björn Guðbrandur Jónsson um- hverfisfræðingur ræddi um um- hverfismál og möguleika á endur- nýtingu úrgangsefna. Sérstaklega ræddi hann endurvinnslu jarðvegs- bætandi úrgangsefna og nýtingu þeirra. Nefndi hann góð dæmi með úrvinnslu garðaúrgangs. Birgir Þórðarson benti í erindi sínu, Hreint Suðurland, á samspil milli heilbrigðis- og mengunar- vamaeftirlits annars vegar og þróun- Frá aöalfundinum á Klrkjubæjarklaustri. í ræöustóli er Steingrimur Ingvarsson, formaö- urSASS. 50

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.